Twitter-síða UFC staðfesti þetta í morgun en líklegasta ástæðan fyrir fjarveru LaFlare eru meiðsli.
Gunnar er í þrettánda sæti styrkleikalista UFC fyrir veltivigt en Cummings er ekki á meðal efstu fimmtán. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í sjónvarpsþættinum The Ultimate Fighter, sautjándu þáttaröð.
Cummings hefur keppt í 20 bardögum á ferlinum og unnið sautján.
Bardagakvöld UFC í Dublin fer fram þann 19. júlí en miðasala á atburðinn hefst 6. júní.
Ryan LaFlare is out of #UFCDublin. Gunnar Nelson will now face Zak Cummings. Tickets on general sale June 6th. pic.twitter.com/MRBEA5SK5z
— UFC United Kingdom (@UFC_UK) May 28, 2014