Teitur kvaddur með virktum | Glæsileg kveðjugjöf Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 16:45 Teitur með treyjuna glæsilegu vísir/kj Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira