Meginverkefnið að blása lífi í atvinnulífið í Stykkishólmi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 14:00 Sturla Böðvarsson er bæjarstjóraefni H-listans vísir/stefán Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira