Viðskipti erlent

Þorsteinn einn sá mest skapandi í heiminum

Ingvar Haraldsson skrifar
Þorsteinn er einn mest skapandi einstaklingur heims.
Þorsteinn er einn mest skapandi einstaklingur heims. VÍSIR/VALLI
Þor­steinn B. Friðriks­son, for­stjóri Plain Vanilla, er í fertugasti sæti yfir mest skapandi einstaklinginn í viðskiptalífinu árið 2014 samkvæmt lista frumkvöðlafjölmiðilsins Fast Company.

Verðlaunin hlýtur hann fyrir spurningaleikinn QuizUp. Þegar leikurinn kom út var hann það App sem hraðast bætti hraðast við sig notendum í sögunni. Í dag hefur leiknum verið halað niður oftar en tólf milljón sinnum.

Á heimsíðu FastComany er hægt að spila spurningaleik í anda QuizUp um Þorstein og ævintýralega sögu Plain Vanilla.

Meðal annara aðila á listanum eru Sean Rad og Justin Mateen, stofnendur makaleitarforritsins Tinder. Einnig er þar að finna Alan Schaaf, stofnanda myndasíðunnar Imgur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×