„Það var sætari stelpa á ballinu“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:58 Pálmi Haraldsson bar vitni í dag. visir/daníel Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira