„Það var sætari stelpa á ballinu“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:58 Pálmi Haraldsson bar vitni í dag. visir/daníel Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira