James Franco æfur yfir framhaldi Spring Breakers 15. maí 2014 17:30 Harmony Korine og James Franco Vísir/Getty Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið