Handboltahetjan hlaut ekki brautargengi í Ísland Got Talent Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 16:58 „Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 Ísland Got Talent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira
„Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014
Ísland Got Talent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira