280 milljarða sekt fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn að stinga pening í skattaskjól 17. maí 2014 15:18 Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira