Erlent

Pútin kallar hermenn sína til baka

Bjarki Ármannsson skrifar
Um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn eru staðsettir við landamæri Úkraínu.
Um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn eru staðsettir við landamæri Úkraínu. Vísir/AFP
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur kallað til baka herlið sitt við landamæri Úkraínu. Samkvæmt tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum hefur hersveitum í héruðunum Rostov, Belgorod og Bryansk verið skipað að snúa aftur til stöðva sinna.

BBC greinir frá því að þetta er í þriðja sinn sem Rússar hafi lofað því að draga sveitir sínar til baka en í fyrstu tvö skiptin voru þau loforð ekki efnt. Um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn eru staðsettir við landamæri Úkraínu og er talið að það myndi draga mjög úr spennu milli ríkjanna tveggja ef þeir yrðu kallaðir til baka. 


Tengdar fréttir

Rússar vilja ekki frekari innlimun

Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum.

Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu

Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan.

Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu.

Átökin harðna í Úkraínu

Úkraínustjórn segir herlið sitt hafa fellt fjölda uppreisnarmanna í austanverðu landinu, en aðskilnaðarsinnar skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins. Tugir manna einnig látnir vegna bruna í kjölfar átaka í hafnarborginni Odessa við Svartahaf. Rússlands.

Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu

Ögmundur Jónasson var á móti því að svipta Rússland atkvæðisrétti í Evrópuráðinu, Karl Garðarsson studdi sviptingu en Brynjar Níelsson sat hjá. Ráðið refsar með þessu Rússum fyrir innlimun Krímskaga. Sum lönd vildu reka Rússa úr ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×