Stjörnufans á fyrsta Demantamóti ársins í Doha Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 10:15 Shelly-Ann Fraser-Pryce er fljótasta kona heims. Vísir/Getty Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Danska“ félagið í MLS sigraði ríkjandi meistara í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Danska“ félagið í MLS sigraði ríkjandi meistara í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira