Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins 9. maí 2014 16:27 Jórunn Einarsdóttir leiðir lista Eyjalistans Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira