RIFF á menningartorfu Kópavogs Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 15:55 Una Björg Einarsdóttir, Hrönn Marinósdóttir, Karen E. Halldórsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. mynd/aðens Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna. Kvikmyndir fyrir börn verða sýndar í Bókasafni Kópavogs, auk þess sem viðburðir tengdir kvikmyndum verða á fleiri stöðum á torfunni, m.a. í Salnum og Tónlistarhúsi Kópavogs. Þá verða í boði námskeið í kvikmyndagerð fyrir ungt fólk. Dagskráin í Kópavogi er unnin í góðu samstarfi forsvarsmanna RIFF, lista- og menningarráðs og forstöðumanna menningarhúsa bæjarins. Dagskráin verður auglýst nánar er nær dregur. „Við erum afar þakklát og ánægð með samvinnu við Kópavogsbæ. Kópavogsbær hefur löngum verið þekktur fyrir öflugt menningar- og listalíf, og það er einlæg von mín og trú að kvikmyndalistin og Kópavogur muni auðga hvort annað á komandi árum. Kópavogsbúar geta nú fengið margt af því besta sem er að gerast í kvikmyndaheiminum í næsta nágrenni við sig, og hver veit nema erlendir leikstjórar finni nýjan innblástur þar,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. „Líflegt menningarstarf fer fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar allan ársins hring en með samstarfi okkar við RIFF bætum við enn við þá flóru. Með því gefum við Kópavogsbúum og öðrum gestum ekki einungis færi á að njóta alþjóðlegrar kvikmyndagerðar heldur drögum við jafnframt fram þá frábæru aðstöðu til menningar og lista, sem finna má á menningartorfu bæjarins,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, Kópavogs. RIFF Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna. Kvikmyndir fyrir börn verða sýndar í Bókasafni Kópavogs, auk þess sem viðburðir tengdir kvikmyndum verða á fleiri stöðum á torfunni, m.a. í Salnum og Tónlistarhúsi Kópavogs. Þá verða í boði námskeið í kvikmyndagerð fyrir ungt fólk. Dagskráin í Kópavogi er unnin í góðu samstarfi forsvarsmanna RIFF, lista- og menningarráðs og forstöðumanna menningarhúsa bæjarins. Dagskráin verður auglýst nánar er nær dregur. „Við erum afar þakklát og ánægð með samvinnu við Kópavogsbæ. Kópavogsbær hefur löngum verið þekktur fyrir öflugt menningar- og listalíf, og það er einlæg von mín og trú að kvikmyndalistin og Kópavogur muni auðga hvort annað á komandi árum. Kópavogsbúar geta nú fengið margt af því besta sem er að gerast í kvikmyndaheiminum í næsta nágrenni við sig, og hver veit nema erlendir leikstjórar finni nýjan innblástur þar,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. „Líflegt menningarstarf fer fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar allan ársins hring en með samstarfi okkar við RIFF bætum við enn við þá flóru. Með því gefum við Kópavogsbúum og öðrum gestum ekki einungis færi á að njóta alþjóðlegrar kvikmyndagerðar heldur drögum við jafnframt fram þá frábæru aðstöðu til menningar og lista, sem finna má á menningartorfu bæjarins,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, Kópavogs.
RIFF Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira