NBA: Þrír útisigrar á fyrsta degi úrslitakeppninnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2014 10:00 Kevin Durant og Russell Westbrook. Vísir/AP Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og það er óhætt að segja að minni spámennirnir hafi farið vel af stað því Toronto Raptors, Los Angeles Clippers og Indiana Pacers töpuðu öll á heimavelli. Oklahoma City Thunder var eina heimaliðið sem vann sinn leik en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í aðra umferð.Klay Thompson skoraði 22 stig og David Lee var með 20 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 109-105 útsigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin og Chris Paul, lykilmenn Clippers, voru báðir í villuvandræðum í leiknum. Chris Paul skoraði samt 28 stig og J.J. Redick var með 22 stig. Griffin var með 16 stig en fékk sína sjöttu villu 48 sekúndum fyrir leikslok þegar staðan var jöfn. DeAndre Jordan skoraði 11 stig og tók 14 fráköst fyrir Clippers-liðið.Kevin Durant skoraði 13 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar Oklahoma City Thunder vann 100-86 sigur á Memphis Grizzlies. Thunder-liðið var þar með eina heimaliðið sem vann sinn leik á degi 1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið var næstum því búið að missa niður 25 stiga forskot þegar OKC-menn gáfu í og kláruðu leikinn með flottum lokaleikhluta. Russell Westbrook var með 23 stig og 10 fráköst og Serge Ibaka skoraði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Thunder-liðið. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og 11 fráköst.Jeff Teague setti nýtt persónulegt stigamet í úrslitakeppni þegar hann skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem vann 101-93 útisigur á Indiana Pacers. Paul Millsap var með 25 stig fyrir Atlanta sem var áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Paul George va atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig og 10 fráköst en Pacers-menn voru í vandræðum á síðustu vikunum fyrir úrslitakeppni. Hawks-liðið lagði grunninn að sigrinum með 14-0 spretti í þriðja leikhluta en umræddur Jeff Teague var þá með níu stig.Deron Williams og Joe Johnson skoruðu báðir 24 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann 94-87 útisigur á Toronto Raptors en úrslitakeppni NBA-deildarinnar byrjaði að þessu sinni í Kanada. Paul Pierce skoraði 9 af 15 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Kyle Lowry skoraði mest fyrir Toronto eða 22 stig en Litháinn Jonas Valanciunas var með 17 stig og 18 fráköst. Valanciunas setti þarna nýtt Toronto-met í fráköstum í úrslitakeppni.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt og staðan í einvígunum: - Austurdeildin - Indiana Pacers (1) - (8) Atlanta Hawks 93-101 (0-1 fyrir Atlanta) Toronto Raptors (3) - (6) Brooklyn Nets 87-94 (0-1 fyrir Brooklyn) - Vesturdeildin - Oklahoma City Thunder (2) - (7) Memphis Grizzlies 100-86 (1-0 fyrir Oklahoma City) Los Angeles Clippers (3) - (6) Golden State Warriors 105-109 (0-1 fyrir Golden State) NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og það er óhætt að segja að minni spámennirnir hafi farið vel af stað því Toronto Raptors, Los Angeles Clippers og Indiana Pacers töpuðu öll á heimavelli. Oklahoma City Thunder var eina heimaliðið sem vann sinn leik en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í aðra umferð.Klay Thompson skoraði 22 stig og David Lee var með 20 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 109-105 útsigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin og Chris Paul, lykilmenn Clippers, voru báðir í villuvandræðum í leiknum. Chris Paul skoraði samt 28 stig og J.J. Redick var með 22 stig. Griffin var með 16 stig en fékk sína sjöttu villu 48 sekúndum fyrir leikslok þegar staðan var jöfn. DeAndre Jordan skoraði 11 stig og tók 14 fráköst fyrir Clippers-liðið.Kevin Durant skoraði 13 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar Oklahoma City Thunder vann 100-86 sigur á Memphis Grizzlies. Thunder-liðið var þar með eina heimaliðið sem vann sinn leik á degi 1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið var næstum því búið að missa niður 25 stiga forskot þegar OKC-menn gáfu í og kláruðu leikinn með flottum lokaleikhluta. Russell Westbrook var með 23 stig og 10 fráköst og Serge Ibaka skoraði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Thunder-liðið. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og 11 fráköst.Jeff Teague setti nýtt persónulegt stigamet í úrslitakeppni þegar hann skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem vann 101-93 útisigur á Indiana Pacers. Paul Millsap var með 25 stig fyrir Atlanta sem var áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Paul George va atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig og 10 fráköst en Pacers-menn voru í vandræðum á síðustu vikunum fyrir úrslitakeppni. Hawks-liðið lagði grunninn að sigrinum með 14-0 spretti í þriðja leikhluta en umræddur Jeff Teague var þá með níu stig.Deron Williams og Joe Johnson skoruðu báðir 24 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann 94-87 útisigur á Toronto Raptors en úrslitakeppni NBA-deildarinnar byrjaði að þessu sinni í Kanada. Paul Pierce skoraði 9 af 15 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Kyle Lowry skoraði mest fyrir Toronto eða 22 stig en Litháinn Jonas Valanciunas var með 17 stig og 18 fráköst. Valanciunas setti þarna nýtt Toronto-met í fráköstum í úrslitakeppni.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt og staðan í einvígunum: - Austurdeildin - Indiana Pacers (1) - (8) Atlanta Hawks 93-101 (0-1 fyrir Atlanta) Toronto Raptors (3) - (6) Brooklyn Nets 87-94 (0-1 fyrir Brooklyn) - Vesturdeildin - Oklahoma City Thunder (2) - (7) Memphis Grizzlies 100-86 (1-0 fyrir Oklahoma City) Los Angeles Clippers (3) - (6) Golden State Warriors 105-109 (0-1 fyrir Golden State)
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira