Fótbolti

Steinþór tók flikk-flakk innkast á Þingvöllum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson undirbýr flikk-flakk innkast.
Steinþór Freyr Þorsteinsson undirbýr flikk-flakk innkast. Mynd/Skjáskot
Vefútgáfa norska blaðsins Aftenbladet heldur áfram að birta stuttar myndir um Íslendingana sem leika með liðinu en þeim var fylgt eftir hér á Íslandi í vetur.

Fimm Íslendingar leika með Viking en það eru þeir Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Sverrir IngiIngason, Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Í fyrstu myndinni var fylgst með Jóni Daða Böðvarssyni heima hjá sér á Selfossi en Jón Daði hefur farið á kostum með liðinu á tímabilinu og skorað þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu.

Viking vann Haugesund, 2-0, í gær þar sem Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði fallegt mark og var kjörinn maður leiksins. Hann er næsti Íslendingurinn í röðinni hjá Aftenbladet.

Í myndinni er Steinþóri einnig fylgt eftir heima á Íslandi en hann fer með norsku kvikmyndatökumennian á Þingvelli og sýnir þeim elsta alþingi heims.

Hann ræðir svo frægt flikk-flakk innkast sitt í vináttulandsleik gegn Japan og hleður svo í eitt slíkt í vetrarhörkunni á Þingvöllum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×