Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. apríl 2014 22:30 Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. Magnús Ingi Ingvarsson berst gegn hinum írska Jamie O’Neil í áhugamannabardaga í léttvigt. Þetta verður þriðji MMA bardagi Magnúsar en hann hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli. Viðtal við Magnús má sjá hér. Egill Øydvin Hjördísarson berst við Litháann Julius Ziurauskis í áhugamannabardaga í millivigt. Þetta verður annar MMA bardagi Egils en hann barðist síðast í september þar sem hann sigraði eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Viðtal við kappann má sjá hér að ofan. Birgir Örn Tómasson keppir sinn fyrsta MMA bardaga gegn Ryan Greene í léttvigt. Birgir er einn besti sparkboxari landsins og á að baki bardaga í boxi og Muay Thai. Viðtal við hann kemur á vef MMA Frétta á morgun. Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta atvinnumannabardaga gegn Conor Cooke. Upphaflegi andstæðingur Cooke meiddist en Diego samþykkti að berjast við hann aðeins 10 dögum fyrir settan dag. Diego ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Cooke er afar sterkur andstæðingur og verður mikil prófraun fyrir hann í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Diego er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. Magnús Ingi Ingvarsson berst gegn hinum írska Jamie O’Neil í áhugamannabardaga í léttvigt. Þetta verður þriðji MMA bardagi Magnúsar en hann hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli. Viðtal við Magnús má sjá hér. Egill Øydvin Hjördísarson berst við Litháann Julius Ziurauskis í áhugamannabardaga í millivigt. Þetta verður annar MMA bardagi Egils en hann barðist síðast í september þar sem hann sigraði eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Viðtal við kappann má sjá hér að ofan. Birgir Örn Tómasson keppir sinn fyrsta MMA bardaga gegn Ryan Greene í léttvigt. Birgir er einn besti sparkboxari landsins og á að baki bardaga í boxi og Muay Thai. Viðtal við hann kemur á vef MMA Frétta á morgun. Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta atvinnumannabardaga gegn Conor Cooke. Upphaflegi andstæðingur Cooke meiddist en Diego samþykkti að berjast við hann aðeins 10 dögum fyrir settan dag. Diego ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Cooke er afar sterkur andstæðingur og verður mikil prófraun fyrir hann í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Diego er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti