Íslendingarnir tilbúnir í slaginn í Belfast Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. apríl 2014 22:45 Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. Þeir Diego Björn Valencia, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Magnús Ingi Ingvarsson vigtuðu sig inn í hádeginu fyrir bardaga sína í Cage Contender annað kvöld. Eftir að allir höfðu náð vigt hélt liðið á Nando‘s þar sem bardagamennirnir fengu góða máltíð eftir að hafa borðað lítið sem ekkert undanfarna daga. Egill Øydvin Hjördísarson keppir í millivigt (-84 kg) gegn Julius Ziurauskis en þetta verður annar áhugamannabardagi Egils í MMA. Magnús Ingi Ingvarsson mætir Ryan Greene í bardaga í léttvigt (-70 kg) en Magnús hefur áður tekið tvo áhugamannabardaga í þyngdarflokkinum fyrir ofan, veltivigt (-77 kg). Birgir Örn Tómasson berst einnig í léttvigt og mætir Ryan McIlwee. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Birgis en hann á bardaga að baki í boxi og Muay Thai. Diego Björn Valencia tekur sinn fyrsta atvinnumannabardaga annað kvöld en þá mætir hann heimamanninum Conor Cooke. Bardaginn fer fram í millivigt (84 kg) en Diego tók bardagann með aðeins 10 daga fyrirvara. Þegar Diego samþykkti bardagann var hann 91 kg en hefur nú tekist að koma sér niður í 84 kg með mataræði og vatnslosun. Með í för eru tveir af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis, Árni Ísaksson og Jón Viðar Arnþórsson, en Jón er formaður Mjölnis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. Þeir Diego Björn Valencia, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Magnús Ingi Ingvarsson vigtuðu sig inn í hádeginu fyrir bardaga sína í Cage Contender annað kvöld. Eftir að allir höfðu náð vigt hélt liðið á Nando‘s þar sem bardagamennirnir fengu góða máltíð eftir að hafa borðað lítið sem ekkert undanfarna daga. Egill Øydvin Hjördísarson keppir í millivigt (-84 kg) gegn Julius Ziurauskis en þetta verður annar áhugamannabardagi Egils í MMA. Magnús Ingi Ingvarsson mætir Ryan Greene í bardaga í léttvigt (-70 kg) en Magnús hefur áður tekið tvo áhugamannabardaga í þyngdarflokkinum fyrir ofan, veltivigt (-77 kg). Birgir Örn Tómasson berst einnig í léttvigt og mætir Ryan McIlwee. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Birgis en hann á bardaga að baki í boxi og Muay Thai. Diego Björn Valencia tekur sinn fyrsta atvinnumannabardaga annað kvöld en þá mætir hann heimamanninum Conor Cooke. Bardaginn fer fram í millivigt (84 kg) en Diego tók bardagann með aðeins 10 daga fyrirvara. Þegar Diego samþykkti bardagann var hann 91 kg en hefur nú tekist að koma sér niður í 84 kg með mataræði og vatnslosun. Með í för eru tveir af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis, Árni Ísaksson og Jón Viðar Arnþórsson, en Jón er formaður Mjölnis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30