Sjö fulltrúum Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu var rænt af aðskilnaðarsinnum í borginni Slóvíansk, í Úkraínu.
Hópurinn mun hafa stöðvað hópferðbifreið í borginni þar sem 13 manns voru innanborðs. Sjö þeirra eru fulltrúar ÖSE og fimm þeirra úkraínskir hermenn.
Farið var með hópinn inn í byggingu sem aðskilnaðarsinnar hafa lagt undir sig í borginni en samkvæmt fréttastofu Sky News mun atvikið hafa átt sér stað í gær.
