Carter tryggði Dallas sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2014 10:49 Vince Carter skorar sigurkörfu Dallas gegn San Antonio í nótt. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.Vince Carter tryggði Dallas Mavericks eins stigs sigur, 109-108, á San Antonio Spurs með ótrúlegri flautukörfu. Dallas hefur nú tekið 2-1 forystu í rimmu liðanna sem verður að teljast nokkuð óvænt, en San Antonio var með bestan árangur allra liða í deildinni í vetur á meðan Dallas hafnaði í 8. sæti Vesturdeildarinnar.Monta Ellis var stigahæstur Dallas-manna með 29 stig, en Dirk Nowitzki kom næstur með 18 stig. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig. Þá skoraði Tony Parker 19 stig og gaf sex stoðsendingar. Oklahoma City Thunder jafnaði metin 2-2 í einvíginu gegn Memphis Grizzlies með þriggja stiga sigri, 92-89, á útivelli eftir framlengdan leik, en þetta var þriðji leikur liðanna í röð sem fer í framlengingu. Reggie Jackson setti persónulegt met þegar hann skoraði 32 stig fyrir Oklahoma, en hann gaf einnig níu stoðsendingar. Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu 15 stig hvor fyrir Oklahoma. Miðherjinn Marc Gasol var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. Mike Conley og Tony Allen komu næstir með 14 stig hvor, en sá síðarnefndi tók einnig 13 fráköst.Paul George skoraði 24 stig og tók tíu fráköst þegar Indiana Pacers vann Atlanta Hawks á útivelli, 91-88, en með sigrinum jafnaði Indiana metin í rimmu liðanna. Þau hafa nú unnið tvo leiki hvort. Paul Millsap var stigahæstur Atlanta-manna með 29 stig, en næstur kom Kyle Korver með 15 stig. Þá komust meistarar Miami Heat í 3-0 í einvíginu gegn Charlotte Bobcats með 98-85 sigri á útivelli, en þetta var 19. sigur Miami á Charlotte í röð. LeBron James fór fyrir Miami-mönnum og skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwayne Wade kom næstur með 17 stig. Miðherjinn Al Jefferson var stigahæstur í liði Charlotte með 20 stig og Chris Douglas-Roberts skilaði 17 stigum af bekknum.Úrslit næturinnar: Dallas Mavericks 109-108 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 89-92 Oklahoma City Thunder Atlanta Hawks 88-91 Indiana Pacers Charlotte Bobcats 85-98 Miami Heat NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.Vince Carter tryggði Dallas Mavericks eins stigs sigur, 109-108, á San Antonio Spurs með ótrúlegri flautukörfu. Dallas hefur nú tekið 2-1 forystu í rimmu liðanna sem verður að teljast nokkuð óvænt, en San Antonio var með bestan árangur allra liða í deildinni í vetur á meðan Dallas hafnaði í 8. sæti Vesturdeildarinnar.Monta Ellis var stigahæstur Dallas-manna með 29 stig, en Dirk Nowitzki kom næstur með 18 stig. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig. Þá skoraði Tony Parker 19 stig og gaf sex stoðsendingar. Oklahoma City Thunder jafnaði metin 2-2 í einvíginu gegn Memphis Grizzlies með þriggja stiga sigri, 92-89, á útivelli eftir framlengdan leik, en þetta var þriðji leikur liðanna í röð sem fer í framlengingu. Reggie Jackson setti persónulegt met þegar hann skoraði 32 stig fyrir Oklahoma, en hann gaf einnig níu stoðsendingar. Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu 15 stig hvor fyrir Oklahoma. Miðherjinn Marc Gasol var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. Mike Conley og Tony Allen komu næstir með 14 stig hvor, en sá síðarnefndi tók einnig 13 fráköst.Paul George skoraði 24 stig og tók tíu fráköst þegar Indiana Pacers vann Atlanta Hawks á útivelli, 91-88, en með sigrinum jafnaði Indiana metin í rimmu liðanna. Þau hafa nú unnið tvo leiki hvort. Paul Millsap var stigahæstur Atlanta-manna með 29 stig, en næstur kom Kyle Korver með 15 stig. Þá komust meistarar Miami Heat í 3-0 í einvíginu gegn Charlotte Bobcats með 98-85 sigri á útivelli, en þetta var 19. sigur Miami á Charlotte í röð. LeBron James fór fyrir Miami-mönnum og skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwayne Wade kom næstur með 17 stig. Miðherjinn Al Jefferson var stigahæstur í liði Charlotte með 20 stig og Chris Douglas-Roberts skilaði 17 stigum af bekknum.Úrslit næturinnar: Dallas Mavericks 109-108 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 89-92 Oklahoma City Thunder Atlanta Hawks 88-91 Indiana Pacers Charlotte Bobcats 85-98 Miami Heat
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira