Yfirvöld í Sádi-Arabíu skoða löggjöf fyrir Youtube Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2014 19:13 Kona í Sádi-Arabíu rennir yfir Twittersíðu sína. Vísir/AFP Yfirvöld í Sádi-Arabíu rannsaka nú hvort mögulegt sé að stjórna Youtube-myndböndum sem framleidd eru í landinu með reglugerðum. Meðal annars er verið að skoða möguleikann á því að fólk þurfi leyfi frá stjórnvöldum til að setja inn myndbönd.AP fréttaveitan hefur eftir Riyad Najm, að markmið rannsóknarinnar sé að ná tökum á þeirri fjölgun sem hefur orðið á myndböndum í landinu svo þau endurspegli og virði múslímsk viðhorf landsins. „Markmiðið er ekki að setja pressu á þá, heldur að auka gæði myndbanda þeirra. Þó verða þeir að vera meðvitaðir um þau takmörk sem samfélagið setur þeim og að fara ekki út fyrir þau.“ Að minnsta tólf íbúar landsins hafa á undanförnum vikum birt myndbönd á Youtube, þar sem þeir gagnrýna konungsfjölskylduna og fara fram á breytingar. Þrír þeirra hafa verið handteknir auk annarra sem tengdust myndböndunum. Þá var íþróttafréttamaður dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og til að hljóta 50 svipuhögg fyrir skrif sín á Twitter um tvo eigendur fótboltafélaga. Hann var einnig bannaður á Twitter í þrjá mánuði. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu rannsaka nú hvort mögulegt sé að stjórna Youtube-myndböndum sem framleidd eru í landinu með reglugerðum. Meðal annars er verið að skoða möguleikann á því að fólk þurfi leyfi frá stjórnvöldum til að setja inn myndbönd.AP fréttaveitan hefur eftir Riyad Najm, að markmið rannsóknarinnar sé að ná tökum á þeirri fjölgun sem hefur orðið á myndböndum í landinu svo þau endurspegli og virði múslímsk viðhorf landsins. „Markmiðið er ekki að setja pressu á þá, heldur að auka gæði myndbanda þeirra. Þó verða þeir að vera meðvitaðir um þau takmörk sem samfélagið setur þeim og að fara ekki út fyrir þau.“ Að minnsta tólf íbúar landsins hafa á undanförnum vikum birt myndbönd á Youtube, þar sem þeir gagnrýna konungsfjölskylduna og fara fram á breytingar. Þrír þeirra hafa verið handteknir auk annarra sem tengdust myndböndunum. Þá var íþróttafréttamaður dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og til að hljóta 50 svipuhögg fyrir skrif sín á Twitter um tvo eigendur fótboltafélaga. Hann var einnig bannaður á Twitter í þrjá mánuði.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira