Erlent

Beita refsiaðgerðum gegn mönnum og fyrirtækjum í innsta hring Pútíns

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Aðgerðirnar beinast gegn sjö einstaklingum og sautján fyrirtækjum "í innsta hring Pútíns“.
Aðgerðirnar beinast gegn sjö einstaklingum og sautján fyrirtækjum "í innsta hring Pútíns“. vísir/afp
Bandaríkjamenn hafa boðað frekari refsiaðgerðir vegna íhlutunar Rússa í Úkraínu og beinast nú aðgerðirnar gegn sjö einstaklingum í innsta hring Vladimírs Pútín Rússlandsforseta.

Meðal þeirra eru Igor Sekhín, forstjóri olíurisans Rosneft, og Sergei Tsjémesov, forstjóri hátæknifyrirtækisins Rostec.

Einnig hafa Bandaríkin boðað refsiaðgerðir gegn sautján rússneskum fyrirtækjum sem sögð eru tengjast Pútín.

Þessi auknu hörku boða Bandaríkjamenn í kjölfar skotárásar á Hennadí Kernes, borgarstjóra í Kharkív í austanverðri Úkraínu, en hann fékk skot í bakið í morgun.

Hann er sagður enn í lífshættu en hann var stuðningsmaður Viktors Janúkovítsj forseta, sem hrökklaðist frá völdum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×