Fyrrum heimsmethafi í 100 metra hlaupi, Jamaíkamaðurinn Asafa Powell, var í dag dæmdur í eins og hálfs árs keppnisbann.
Þessi 31 árs gamli kappi féll á lyfjaprófi og hefur verið í banni síðan hann féll og bannið rennur því út rétt fyrir jól á þessu ári.
Tveir aðrir íþróttamenn frá Jamaíka - Sherone Simpson spretthlaupari og kringlukastarinn Allison Randall - voru einnig dæmd í keppnisbönn í dag.
Powell hefur ákveðið að áfrýja þessum úrskurði.
