Eru víða ónýttir möguleikar í vorveiði? Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2014 17:23 Vorveiðin er nú í fullum gangi og veiðin víðast hvar mjög góð enda hefur tíðarfarið fyrir veiðina verið einstaklega gott það sem af er þessu vori. Veiðin hefur verið sérstaklega góð í Tungulæk þar sem yfir 600 fiskar eru komnir á land og ennþá góður tími framundan. Litlaá, Húseyjakvísl, Grímsá og nokkrar ár á suðausturlandi eru að skila ágætisveiði og gróflega samanteknar tölur gefa til kynna að heildarveiðin í vor sé að nálgast 1700 fiska og það aðeins á 10 dögum. Framboðið á veiðisvæðum fyrir vorveiði er ágætt en það er margt sem gefur til kynn að það séu fleiri svæði sem gætu boðið uppá þennan möguleika. Það má sem dæmi nefna Laxá í Kjós, en það er ekki langt síðan vorveiði var stunduð í henni í einhverjum mæli en í dag komast færri að en vilja í hana. Öllum fiski er undantekningalaust skilað aftur sem gerir það að verkum að fiskurinn kemst aftur til sjávar til að safna orku og forða til frekari hrygninga. Friðunarátak í sjóbirtingsstofnun ánna hefur aukið veiði til muna og ef við miðum við árangur sem hefur náðst við friðun stórra ársvæða í Argentínu á veiðin eftir að verða stígandi nokkur ár í viðbót þangað til jafnvægi kemst á. Þetta opnar á ýmsa möguleika eins og að bjóða vorveiði í ám þar sem engin hefð hefur verið fyrir slíku. Má þar t.d. nefna Víðidalsá en nýlegar tilraunaveiðar í henni benda til þess að þarna megi gera fína veiði á vorin. Sé öllum fiski sleppt, eins og við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir, ætti að nást svipaður árangur og hefur þegar skilað sér í aukinni veiði í t.d. Húseyjakvísl. Svo eru fleiri veiðisvæði sem vitað er að geyma nokkuð sterka sjóbirtingsstofna og þar ættu landeigendur og leigutakar að skoða málin og sjá hvort vorveiði gæti borið árangur. Ísland gæti orðið góður áfangastaður fyrir þá erlendu veiðimenn sem vilja komast í sterka sjóbirtinga í vorkuldanum en töluverð eftirspurn er eftir veiði í sjóbirting. Stangveiði Mest lesið 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði
Vorveiðin er nú í fullum gangi og veiðin víðast hvar mjög góð enda hefur tíðarfarið fyrir veiðina verið einstaklega gott það sem af er þessu vori. Veiðin hefur verið sérstaklega góð í Tungulæk þar sem yfir 600 fiskar eru komnir á land og ennþá góður tími framundan. Litlaá, Húseyjakvísl, Grímsá og nokkrar ár á suðausturlandi eru að skila ágætisveiði og gróflega samanteknar tölur gefa til kynna að heildarveiðin í vor sé að nálgast 1700 fiska og það aðeins á 10 dögum. Framboðið á veiðisvæðum fyrir vorveiði er ágætt en það er margt sem gefur til kynn að það séu fleiri svæði sem gætu boðið uppá þennan möguleika. Það má sem dæmi nefna Laxá í Kjós, en það er ekki langt síðan vorveiði var stunduð í henni í einhverjum mæli en í dag komast færri að en vilja í hana. Öllum fiski er undantekningalaust skilað aftur sem gerir það að verkum að fiskurinn kemst aftur til sjávar til að safna orku og forða til frekari hrygninga. Friðunarátak í sjóbirtingsstofnun ánna hefur aukið veiði til muna og ef við miðum við árangur sem hefur náðst við friðun stórra ársvæða í Argentínu á veiðin eftir að verða stígandi nokkur ár í viðbót þangað til jafnvægi kemst á. Þetta opnar á ýmsa möguleika eins og að bjóða vorveiði í ám þar sem engin hefð hefur verið fyrir slíku. Má þar t.d. nefna Víðidalsá en nýlegar tilraunaveiðar í henni benda til þess að þarna megi gera fína veiði á vorin. Sé öllum fiski sleppt, eins og við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir, ætti að nást svipaður árangur og hefur þegar skilað sér í aukinni veiði í t.d. Húseyjakvísl. Svo eru fleiri veiðisvæði sem vitað er að geyma nokkuð sterka sjóbirtingsstofna og þar ættu landeigendur og leigutakar að skoða málin og sjá hvort vorveiði gæti borið árangur. Ísland gæti orðið góður áfangastaður fyrir þá erlendu veiðimenn sem vilja komast í sterka sjóbirtinga í vorkuldanum en töluverð eftirspurn er eftir veiði í sjóbirting.
Stangveiði Mest lesið 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði