NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu Ingvar Haraldsson skrifar 11. apríl 2014 17:11 Myndirnar sýna herlið Rússa við landamæri Úkraínu. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku. Úkraína Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku.
Úkraína Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira