Íslandsmótinu í sundi lokið 13. apríl 2014 19:45 Frá mótinu í dag. vísir/valli Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. Í 1500 metra skriðsundi kvenna féllu tvö aldursflokkamet. Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB sigraði á tímanum 17:37,37 mínútum sem er bæting á níu ára gömlu stúlknameti Auðar Sifjar Jónsdóttur - 17:44,70. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB hafnaði í öðru sæti á tímanum 17:48,38 sem er bæting á telpnameti Sunnevu Daggar - 18:08,04. Þá kláraði A-sveit SH karla daginn á Íslandsmeti í 4x100 metra fjórsundi þegar þeir syntu á 3:55,08 mínútum og bættu þar með gamla metið - 3:56,95 - sem einnig var í eigu SH. Það met var sett fyrir þrem árum. Eftir skemmtilegt og gott mót er gaman að gefa nokkur auka verðlaun en á ÍM50 eru gefnir fjórir bikarar fyrir árangur á mótinu og síðastliðið ár. Sigurðarbikarinn hlýtur sá sem skorar hæst á ÍM50 í bringusundi samkvæmt opinberri stigatöflu Alþjóðlega Sundsambandsins (FINA). Í þetta skiptið hreppir Hrafnhildur Lúthersdóttir þessi verðlaun fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á mótinu. Kolbrúnarbikarinn hlýtur sú kona sem á stigahæsta sundið samkvæmt töflu FINA á milli ÍM50 móta. Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur þessi verðlaun fyrir Íslandsmetasundið sitt í 200 metra baksundi fyrir um tveim vikum í Danmörku. Pétursbikarinn hlýtur sá karl sem á stigahæsta sund, skv. Töflu FINA, á milli ÍM50 móta. Anton Sveinn McKee tekur þessi verðlaun fyrir 200 metra bringusundið sem hann synti í Barcelona í byrjun ágúst á síðasta ári. Að lokum er það Ásgeirsbikarinn, einnig kallaður Forsetabikarinn, en hann er veittur af forseta Íslands, til minningar um Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseta Íslands, til þess einstaklings sem á besta afrek á ÍM50 hverju sinni. Eygló Ósk Gústafsdóttir hreppir bikarinn fyrir tímann sinn í 100 metra baksundi þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi og jafnaði Íslandsmetið sitt sem hún setti í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira
Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. Í 1500 metra skriðsundi kvenna féllu tvö aldursflokkamet. Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB sigraði á tímanum 17:37,37 mínútum sem er bæting á níu ára gömlu stúlknameti Auðar Sifjar Jónsdóttur - 17:44,70. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB hafnaði í öðru sæti á tímanum 17:48,38 sem er bæting á telpnameti Sunnevu Daggar - 18:08,04. Þá kláraði A-sveit SH karla daginn á Íslandsmeti í 4x100 metra fjórsundi þegar þeir syntu á 3:55,08 mínútum og bættu þar með gamla metið - 3:56,95 - sem einnig var í eigu SH. Það met var sett fyrir þrem árum. Eftir skemmtilegt og gott mót er gaman að gefa nokkur auka verðlaun en á ÍM50 eru gefnir fjórir bikarar fyrir árangur á mótinu og síðastliðið ár. Sigurðarbikarinn hlýtur sá sem skorar hæst á ÍM50 í bringusundi samkvæmt opinberri stigatöflu Alþjóðlega Sundsambandsins (FINA). Í þetta skiptið hreppir Hrafnhildur Lúthersdóttir þessi verðlaun fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á mótinu. Kolbrúnarbikarinn hlýtur sú kona sem á stigahæsta sundið samkvæmt töflu FINA á milli ÍM50 móta. Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur þessi verðlaun fyrir Íslandsmetasundið sitt í 200 metra baksundi fyrir um tveim vikum í Danmörku. Pétursbikarinn hlýtur sá karl sem á stigahæsta sund, skv. Töflu FINA, á milli ÍM50 móta. Anton Sveinn McKee tekur þessi verðlaun fyrir 200 metra bringusundið sem hann synti í Barcelona í byrjun ágúst á síðasta ári. Að lokum er það Ásgeirsbikarinn, einnig kallaður Forsetabikarinn, en hann er veittur af forseta Íslands, til minningar um Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseta Íslands, til þess einstaklings sem á besta afrek á ÍM50 hverju sinni. Eygló Ósk Gústafsdóttir hreppir bikarinn fyrir tímann sinn í 100 metra baksundi þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi og jafnaði Íslandsmetið sitt sem hún setti í Danmörku fyrir rúmu ári síðan.
Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira