NBA: San Antonio, Miami og OKC töpuðu öll í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 08:31 Dwyane Wade skoraði "bara" 9 stig í leiknum í nótt. Vísir/AP Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira