Erlent

Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rússneska fréttastofan Rossiya 24 segir ellefu manns hafa fallið í átökunum.
Rússneska fréttastofan Rossiya 24 segir ellefu manns hafa fallið í átökunum. vísir/afp
Skotið var á flugvöll í austurhluta Úkraínu í dag og segir Olexander Túrtsínov, forseti landsins, að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. Hann segir jafnframt að úkarínski herinn hafi náð flugvellinum á sitt vald.

Rússneska fréttastofan Rossiya 24 segir ellefu manns hafa fallið í átökunum en flugvöllurinn var áður á valdi aðskilnaðarsinna.

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafa rætt ástandið í síma í dag og hvatti Obama Pútín til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og víðar í austurhluta Úkraínu myndu hörfa. Pútín sagði Rússa ekki ætla að blanda sér í málið en þó eru þúsundir rússneskra hermanna sagðir í viðbragðsstöðu við landamærin.

Krímskagi var innlimaður inn í Rússland í síðasta mánuði í kjölfar atkvæðagreiðslu sem margir þjóðarleiðtogar telja hafa verið ólöglega, og hafa átök á svæðinu aukist í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×