Erlent

Verð á gasi til Úkraínu hækkað um þriðjung

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir_AFP
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom mun frá deginum í dag hækka verðið á gasi sem dælt er til Úkraínu, úr 258,5 dollurum á hverju 1.000 rúmlítra í 385,5 dollara, eða 43.446 krónur. Hækkunin sjálf er 14.312 krónur.

Alexei Miller hjá Gazprom sagði ástæðu hækkunarinnar vera vegna vangoldinna reikninga. Hann sagði að Úkraína skuldaði Rússlandi nú rúma 1,7 milljarða dala vegna gaskaupa, eða rúmlega 190 milljarða króna.

Ráðherrar allra 28 NATO ríkjanna munu funda í Brussel í dag þar sem ræddar verða leiðir til að koma Úkraínu til hjálpar. Þetta er í fyrsta sinn sem allir meðlimir NATO hittast vegna Úrkarínudeilunnar.

Þá hefur NATO gefið út að loftvarnaæfingum yfir Eystrasaltslöndunum verði fjölgað.

Í tilkynningu frá NATO segir að meðal þess sem rætt verði á fundinum í dag, sé að koma upp hestöðvum í Eystrasaltsríkjunum.

Vísir/AFP
Rússar hafa safnað saman tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu að undanförnu, en þýsk yfirvöld segja að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í Angelu Merkel, kanslar Þýskalands. Hann mun hafa sagt henni að hermönnum við landamærinu yrði fækkað.

Æðsti yfirmaður NATO sagði þó í morgun að rússneskum hermönnum við Úkraínu væri ekki að fækka.


Tengdar fréttir

Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta

Olga Bogomolets læknir og einn af leiðtogum andófsmanna í Kænugarði hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Úkraínu. Hún stóð vaktina alla dagana sem árásirnar voru gerðar á mótmælendur og setti upp bráðamóttöku á Maidan torgi

30.000 hermenn við landamæri Úkraínu

Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu.

Svarthöfði vill verða forseti Úkraínu

Svarthöfði hefur ákveðið að bjóða sig fram sem forseti Úkraínu en hann er í forsvari fyrir úkraínska internetflokkinn þar í landi.

AGS veitir Úkraínu fjárhagsaðstoð

Miðað er að því að koma efnahagslífi Úkraínu á réttan kjöl og er þetta hluti af björgunaráætlun ríkisstjórna og stofnana sem nemur allt að 27 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×