Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2014 19:55 „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira