Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. apríl 2014 12:15 Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira