Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. apríl 2014 12:15 Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum