Fótbolti

Viðar Örn kominn á blað í Noregi | Pálmi Rafn skoraði hjá Hannesi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gott dagsverk hjá Pálma
Gott dagsverk hjá Pálma
Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrstu mörkin sín fyrir Vålerenga í norsku knattspyrnunni í kvöld. Á sama tíma skoraði Pálmi Rafn Pálmasson í sigri Lillestörm á Sandnes.

Lilleström var 1-0 yfir í hálfleik gegn Sandnes með marki úr vítaspyrnu sem Pálmi fiskaði.

Pálmi skoraði sjálfur framhjá Hannesi Þór Halldórssyni markverði Sandnes á 58. mínútu en Hannes varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark tólf mínútum fyrir leikslok.

Lilleström bætti við marki rétt fyrir leikslok og vann því leikinn 4-1.

Það tók Viðar Örn Kjartansson aðeins sjö mínútur að koma Vålerenga yfir gegn Bodö/Glimt í 3-1 sigri.

Bodö/Glimt jafnaði fyrir hálfleik en Vålerenga komst aftur yfir ellefu mínútum fyrir leikslok. Viðar Örn gerði svo út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Sogndal og Guðmundur Þórarinsson í byrjunarliði Sarpsborg 08 í 1-1 jafntefli liðanna í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði átta síðustu mínúturnar fyrir Sarpsborg 08.

Í Danmörku hafði Rúrik Gíslason betur gegn Hallgrími Jónassyni þegar FC Kaupmannahöfn lagði SönderjyskE 2-0.

FCK er í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig, sjö stigum frá toppnum en SönderjyskE er í neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×