Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:06 Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins