Landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist eftir uppfærslu hjá hagstofu landsins Ingvar Haraldsson skrifar 7. apríl 2014 13:07 Þessi ungi maður er nú orðinn hluti af stærsta hagkerfi Afríku Mynd/AP Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira