NBA: Boston vann Miami - sigurgöngur Spurs og Knicks héldu áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2014 07:21 Rajon Rondo er hér grimmur á boltann í leiknum í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira