Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór 92-82 | Sigur meistaranna í fjörugum leik Árni Jóhannsson í Röstinni skrifar 20. mars 2014 16:03 Grindavík leiðir 1-0 í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn eftir sigur í fjörugum en kaflaskiptum leik. Bæði lið voru að ná góðum sprettum en þegar Grindavík læsti vörn sinni í upphafi fjórða leikhluta var aldrei spurning með útkomuna. Það var heldur betur kraftmikil byrjunin á leiknum. Grindvíkingar náðu valdi á boltanum úr uppkastinu og spratt Ólafur Ólafsson upp völlinn og tróð hann boltanum af miklum krafti, gestirnir voru hinsvegar snöggir að svara. Gangur leiksins var þannig að liðin skiptust á að skora fyrri helming fyrsta leikhluta. Þá náðu Þórsarar góðum leikkafla og náðu mest fimm stiga forskoti. Þá skiptust liðin aftur á að setja boltann í körfuna og endaði fyrsti fjórðungur í stöðunni 22-25 fyrir gestina. Grindvíkingar hófu annan leikhluta af miklum krafti og skoruðu fyrstu sjö stig fjórðungsins áður en Þór komst á blað í leikhlutanum. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur áður en röðin var komin að heimamönnum að ná góðum leikkafla og sem skilaði sér í átta stiga forystu þegar um tvær mínútur lifðu til hálfleiks. Þá kviknaði aftur á sóknarleik gestanna sem til dæmis skoruðu seinustu fjögur stig hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Stigahæstir í hálfleik voru þeir Þorleifur Ólafsson, hjá Grindavík, með 12 stig og Mike Cook Jr. hjá gestunum með 16 stig. Grindvíkingar komu brjálaðir út í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu níu stig þriðja leikhluta. Þórsarar sáu þann kostinn bestann að taka leikhlé þegar heimamenn voru komnir með tíu stiga forskot og skilaði það tilætluðum árangri. Eftir leikhléið náðu gestirnir 9-0 spretti eins og Grindvíkingar höfðu gert í byrjun fjórðungsins og minnkuðu muninn í eitt stig. Eftir það skiptust liðin á að skora og hafa forystunna allt til loka þriðja leikhluta en Grindvíkingar skoruðu seinustu þrjú stig leikhlutans og leiddu að honum loknum 67-64. Saga fjórða leikhluta var allt önnur en í þriðja og voru það Grindvíkingar sem voru í aðalhlutverki í lokafjórðungnum. Spennan gerði vart við sig fyrstu mínúturnar en fyrsta karfan kom þegar 2:15 voru liðnar af leikhlutanum. Grindvíkingar tóku þá við sér og allt að því læstu aðgengi að körfunni sinni og gerðu nánast það sem þeim sýndist í sóknarleiknum á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Þegar 4:19 voru til leiksloka voru heimamenn búnir að skora 15 stig á móti þremur stigum Þórsara. Þeir léku síðan lokamínúturnar af mikilli skynsemi, tóku langar sóknir og settu þau skot sem þurfti ofan í. Lítið gekk í sóknarleik gestanna og náðu þeir ekki að gera áhlaupið sem þurfti til að jafna leikinn. Grindvíkingar komnir með 1-0 forystu í einvíginu og hefst titilvörn þeirra á flottum sigri í fjörugum og kaflaskiptum leik. Stiga hæstir voru Lewis Clinch Jr. og Þorleifur Ólafsson, Grindavík, báðir með 21 stig. Þorleifur bætti að auki við 8 fráköstum. Hjá gestunum var Mike Cook Jr. atkvæðamestur með 25 stig. Ragnar Nathanaelsson bætti við tvöfaldri tvennu, 19 stig og 13 fráköst.Sverrir Þór Sverrisson: Góður sigur en þurfum að laga nokkra hluti Þjálfari Grindavíkur var sammála um að vörnin í fjórða leikhluta hafi skilað sigri í hús fyrir Grindvíkinga á móti Þór í kvöld. „Jú við getum verið sammála um að vörnin í fjórða leikhluta hafi gert gæfumuninn. Þetta var góður sigur en við vorum svolítið á hælunum í vörninni og vorum að tapa boltanum klaufalega. Við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir næsta leik.“ Sverrir var spurður að því hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í leik Þórs. „Í raun og veru ekki, ég bjóst náttúrulega við þeim grimmum, eins og þeir komu í þennan leik. Þeir eru góðir og eru með góða leikmenn í öllum stöðum. Líkamlega sterkir stóru kallarnir hjá þeim, þannig að það kom mér ekkert á óvart með þá. Við hefðum mátt vera grimmari strax í byrjun, þannig að við þurfum að laga nokkra hluti fyrir sunnudaginn.“ „Það verður svipað upp á teningnum væntanlega á sunnudaginn og var í kvöld. Það er erfitt að fara í Þorlákshöfn og spila. Við spiluðum hörkuleik fyrir stuttu þarna og verðum við að laga nokkra hluti og vera enn þá grimmari en við vorum í kvöld á sunnudaginn.“ Lewis Clinch Jr. virtist haltur í leiknum og sagði Sverrir: „Hann meiddist í Þorlákshöfn í næstsíðasta leiknum og hvíldi seinasta leikinn. Það var eitthvað að angra hann undir lokin. Hann nær að hvíla sig á morgun og verður vonandi í toppstandi í næsta leik.“Benedikt Guðmundsson: Við þurfum að vera sterkari andlega „Margt gott í þessum leik en í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta, þá fáum við á okkur 24 stig á móti þremur frá okkur. Það má segja að allt hafi hrunið þar“, sagði súr þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn. „Það þarf ekki nema svona kafla sem tekur nokkrar mínútur að klára leikinn fyrir okkur. 34 góðar mínútur hjá okkur er bara ekki nóg til að vinna Grindavík, við þurfum að eiga 40 góðar mínútur og að því stefnum við.“ Benedikt var spurður út í áherslurnar fyrir leik. „Menn voru virkilega tilbúnir í þetta og voru að spila mjög vel en um leið og hlutirnir fara að ganga illa, þá fer allt úrskeiðis og það er eitthvað við þurfum að laga. Auðvitað koma slæmir kaflar í leiki en þú mátt tapa nokkrum mínútum með 20 stigum. Þetta er í hausnum á mönnum, þegar kemur smá mótlæti þá mega menn ekki brotna. Við þurfum að vera sterkari andlega og það kemur náttúrulega með reynslunni.“ „Við hugsum um að vinna næsta leik, við vorum á pari hérna lengi vel. Við verðum að vinna næsta leik til að halda þessari seríu opinni. Við megum ekki tapa næsta leik því þá er þetta orðið nánast vonlaust og ef við ætlum að vera með í þessari seríu þá verðum við að vinna á sunnudaginn.“Tölfræði leiksins:Grindavík-Þór Þ. 92-82 (22-25, 22-18, 23-21, 25-18)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 21/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 9/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6.Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 17, Nemanja Sovic 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3.4. leikhluti | 92-82: Grindavík bætti við stigum af vítalínunni og gestirnir komust ekki nær. 1-0 fyrir Grindavík og liðin stefna til Þorlákshafnar, skemmtilegur leikur og titilvörnin hefst með bestum hætti.4. leikhluti | 90-82: Gestirnir hafa náð að naga forskot gulklæddra í 8 stig. Þeir ná samt ekki boltanum af heimamönnum sem gerir það að verkum að tíminn nái að líða. 35 sek eftir.4. leikhluti | 88-74: Jón Axel Guðmundsson skorar þriggja stiga körfu úr horninu eftir langa sókn Grindvíkinga, sem virðist vera planið. Að éta tíma af klukkunni og gera gestunum ókleyft að ná kombakki. 2 mín eftir.4. leikhluti | 85-74: Þórsarar reyna lokaáhlaupið hafa skorað fimm stig í röð og Sverrir, þjálfari heimamanna tekur leikhlé þegar 2:20 eru eftir. Spurning hvort áhlaupið komi of seint frá Þór.4. leikhluti | 84-69: Raggi Nat. bætir tveimur vítum í sarpinn hjá Þórsurum, brekkan er samt orðin ansi brött. 3:09 eftir.4. leikhluti | 82-67: Grindvíkingar eru líklegir til að sigla þessum leik í heimahöfn. Það gengur hvorki né rekur í sóknarleik Þórs. 15-3 sprettur heimamanna og Benedikt þarf að taka annað leikhlé. 4:19 eftir.4. leikhluti | 78-65: Leikhléið hefur ekki haft tilætluð áhrif hjá gestunum. Munurinn er orðinn 13 stig fyrir heimamenn og 5:11 eftir.4. leikhluti | 76-65: Vörn heimamanna er aftur orðin pottþétt. Það er að skila sér í að staðan er 9-1 í upphafi fjórða leikhluta fyrir Grindavík. Þór tekur leikhlé þegar 6:07 eru til leiksloka.4. leikhluti | 69-64: Ómar Sævarsson skorar fyrstu körfu fjórðungsins þegar 2 mínútur og 45 sekúndur er liðnar af leikhlutanum. Spennan er farin að segja til sín hjá leikmönnum. 7:45 eftir.4. leikhluti | 67-64: Bæði lið að misnota sóknir sínar fyrstu eina og hálfu mínútuna. Síðan er brotið á Sigga Þorsteinss. og hann fór á vítalínuna. Hvorugt vítið fór ofan í. 8:27 eftir.4. leikhluti | 67-64: Seinasti leikhluti af venjulegum leiktíma er hafinn. Ég verð ekki hissa þótt það þurfi að bæta allavega við fimm mínútum við þennan leik. 9:55 eftir.3. leikhluti | 67-64: Grindvíkingar fóru í það sem átti að vera lokasókn fjórðungsins. Þorleifur Ólafsson keyrði að körfunni og lagði boltann ofan ásamt því að fá villu. Vítið fór ofan í. Boltanum var grýtt fram á völlinn og var dæmd villa á Grindvíkinga. Þórsarar fengu tvö víti en þau fóru bæði forgörðum. Grindvíkingar með þriggja stiga forskot fyrir seinasta fjórðunginn.3. leikhluti | 64-64: 37 sek. eftir og Grindavík var að jafna af vítalínunni.3. leikhluti | 62-62: Enn er skipst á að skora og allt er hnífjafnt, rafmagnað andrúmsloftið og allar klisjurnar í bókinni sem hægt er að hafa um úrslitakeppni í körfubolta. 1:23 eftir.3. leikhluti | 59-60: Þórsarar ná stoppi í sókninni og komast yfir í næstu sókn sinni. 2 mín. eftir.3. leikhluti | 59-58: Nú er skipst á að skora, rosalegur ákafi í báðum liðum í sókn, vörnin þarf að líða fyrir það. 3:08 eftir.3. leikhluti | 53-52: Nú eru það gestirnir sem eru á 9-0 sprett. 4:38 eftir.3. leikhluti | 53-50: Cook Jr. skorar og fær villu dæmda, vítið fer ofan í og munurinn kominn niður í 3 stig. 5:11 eftir.3. leikhluti | 53-47: Ákafinn í vörn gestanna hefur aukist eftir leikhléið sem þeir tóku. Tvö varin skot, einn stolinn bolti og fiskaður ruðningur síðan þá, þeir hafa þó ekki náð að færa sér það í nyt á sóknarhelmingnum. 5:30 eftir.3. leikhluti | 53-47: Nú er það gestanna að taka smá sprett, fjögur stig í röð og forskotið saxað niður í sex stig. 6:35 eftir.3. leikhluti | 53-43: Vörn heimamanna er orðin þéttari og eru gestirnir ekki enn komnir á blað. Grindvíkingar hafa hinsvegar skorað níu stig. Benni þjálfari Þórs er ekki ánægður og tekur leikhlé þegar 7:28 eru eftir.3. leikhluti | 49-43: Grindvíkingar hefja þann þriðja af meiri krafti og hafa skorað fyrstu fimm stigin. 8:48 eftir.3. leikhluti | 47-43: Sigurður Gunnar Þorsteinsson opnar seinni hálfleikinn á að leggja boltann í körfuna og krækja í villu, vítaskotið ratar síðan rétta leið. 9:463. leikhluti | 44-43: Þriðji leikhluti er hafinn. Spennan mætti halda áfram út leikinn. Heimamenn byrja með boltann. 9:58 eftir.2. leikhluti | 44-43: Mike Cook Jr. náði í villu um leið og flautan gall. Hann fór á vítalínuna og nýtti vítin. Það er því eins stigs munur í hálfleik og spennan er veruleg.2. leikhluti | 44-39: Þórsarar náðu að helminga forskotið en Grindvíkingar voru fljótir að svara. 50 sek eftir.2. leikhluti | 42-36: Grindvíkingar náðu muninum í 8 stig en Cook minnkaði muninn niður í sex stig af vítalínunni. 2:03 eftir.2. leikhluti | 39-34: Cook Jr. náði að svara fyrir gestina eftir að sprettur Grindavíkur var kominn í 7-0. 2:49 eftir.2. leikhluti | 37-32: Grindvíkingar hafa náð að skora 5 stig í röð og eru komnir með fimm stig í forskot. 3:39 eftir.2. leikhluti | 32-30: Það er skipst á að skora en heimamenn hafa tvö stig í forskot. 4:40 eftir.2. leikhluti | 30-30: Það er orðið jafnt aftur, rosalegur þristur frá Þórsurum. 5:48 eftir.2. leikhluti | 28-27: Þórsarar loksins komnir á blað í öðrum leikhluta, Grindavík var búið að skora 6 stig án þess að gestirnir næðu að svara. 6:06 eftir.2. leikhluti | 28-25: Grindvíkingar eru aftur komnir yfir. Ragnar er búinn að verja þrjú skot í leiknum og hefur Sigurður Þorsteinsson orðið fyrir barðinu á honum í öll skiptin. 7:09 eftir.2. leikhluti | 24-25: Grindvíkingar fyrstir á blað í öðrum leikhluta. Þorleifur Ólafsson með sóknarfrákast og körfu. 9:15 eftir.2. leikhluti | 22-25: Annar leikhluti hafinn og Þórsarar hefja leik. 9:52 eftir.1. leikhluti | 22-25: Þórsarar jöfnuðu og náðu síðan aftur forystunni þegar 15 sek. voru eftir af leikhlutanum, Grindavík reyndi lokaskot en það geigaði. Rosaleg lokamínúta í skemmtilegum leik hingað til.1. leikhluti | 22-20: Bróðir Ólafs, Þorleifur skorar þriggja stiga körfu og kemur Grindavík yfir. 45 sek eftir.1. leikhluti | 19-20: Grindavík nær góðu sóknarfrákasti, síðan stela þeir boltanum og skora og munurinn er 1 stig. Í bæði skiptin var það ólafur Ólafsson sem var að verki. 1:09 eftir.1. leikhluti | 15-20: Sovic, Cook Jr og Ragnar Nat. eru allir komnir með 6 stig fyrir gestina. 2:09 eftir.1. leikhluti | 15-20: Aftur er Raggi Nat. að verja skot frá Sigurði Þorsteinss. Það hefur hægst á stigaskori liðanna. Grindavík tekur leikhlé þegar 2:36 eru eftir.1. leikhluti | 15-20: Nú er skipst á að skora en gestirnir ná að halda Grindavík 3-5 stigum fyrir aftan sig. 4:04 eftir.1. leikhluti | 11-14: Clinch Jr. skorar fyrir Grindavík og nær í villu að auki. Vítaskotið ratar rétta leið. 5:27 eftir.1. leikhluti | 8-12: Nemanja Sovic er að hitna, hann er kominn með sex stig í röð fyrir gestina. Raggi Nat. ver síðan skot frá Sigurði Þorsteins. 5:50 eftir.1. leikhluti | 6-8: Þrír mismunandi menn í sitthvoru liðinu eru komnir á blað hérna á upphafsmínútunum. 7:03 eftir.1. leikhluti | 4-4: Liðin skiptast á að skora. Það er áþreifanleg spenna í Röstinni. 8:19 eftir.1. leikhluti | 2-2: Þetta er byrjað og heimamenn byrja leikinn með troðslu frá Ólafi Ólafssyni. Svona á að byrja úrslitakeppnina. Þórsara hinsvegar snöggir að svara. 9:34 eftir.Fyrir leik: Liðin eru kynnt og þá er fátt til vanbúnaðar fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar.Fyrir leik: Hún verður væntanlega spennandi baráttan í teig liðanna í kvöld. Að margra mati tveir bestu miðherjar landsins eru í sitthvoru liðinu. Þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík og Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Þeir eru frákastahæstir hjá liðum sínum, eins og við var að búast, Sigurður með 8,7 fráköst að meðaltali og Ragnar með 12,6 fráköst að meðaltali.Fyrir leik: Það varð samt sem áður athyglisverð þróun í leikjum liðanna í deildarkeppninni í vetur. Þau töpuðu bæði heimaleikjum sínum. Grindavík vann í Þorlákshöfn með níu stigum og Þór vann svo í Grindavík með 10 stigum. Staðan er því þannig, eins og oft vill verða í körfubolta, að allt getur gerst.Fyrir leik: Eins og kom fram á Vísi í morgun þá spá flestir heimamönnum frá Grindavík sigri í þessari seríu og mest er Þórsurum gefinn einn sigurleikur í þessari lotu.Fyrir leik: Verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Við erum staddir í Röstinni í Grindavík en gulklæddir hafa heimaleikjaréttinn í þessari fyrstu seríu. Dominos-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Grindavík leiðir 1-0 í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn eftir sigur í fjörugum en kaflaskiptum leik. Bæði lið voru að ná góðum sprettum en þegar Grindavík læsti vörn sinni í upphafi fjórða leikhluta var aldrei spurning með útkomuna. Það var heldur betur kraftmikil byrjunin á leiknum. Grindvíkingar náðu valdi á boltanum úr uppkastinu og spratt Ólafur Ólafsson upp völlinn og tróð hann boltanum af miklum krafti, gestirnir voru hinsvegar snöggir að svara. Gangur leiksins var þannig að liðin skiptust á að skora fyrri helming fyrsta leikhluta. Þá náðu Þórsarar góðum leikkafla og náðu mest fimm stiga forskoti. Þá skiptust liðin aftur á að setja boltann í körfuna og endaði fyrsti fjórðungur í stöðunni 22-25 fyrir gestina. Grindvíkingar hófu annan leikhluta af miklum krafti og skoruðu fyrstu sjö stig fjórðungsins áður en Þór komst á blað í leikhlutanum. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur áður en röðin var komin að heimamönnum að ná góðum leikkafla og sem skilaði sér í átta stiga forystu þegar um tvær mínútur lifðu til hálfleiks. Þá kviknaði aftur á sóknarleik gestanna sem til dæmis skoruðu seinustu fjögur stig hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Stigahæstir í hálfleik voru þeir Þorleifur Ólafsson, hjá Grindavík, með 12 stig og Mike Cook Jr. hjá gestunum með 16 stig. Grindvíkingar komu brjálaðir út í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu níu stig þriðja leikhluta. Þórsarar sáu þann kostinn bestann að taka leikhlé þegar heimamenn voru komnir með tíu stiga forskot og skilaði það tilætluðum árangri. Eftir leikhléið náðu gestirnir 9-0 spretti eins og Grindvíkingar höfðu gert í byrjun fjórðungsins og minnkuðu muninn í eitt stig. Eftir það skiptust liðin á að skora og hafa forystunna allt til loka þriðja leikhluta en Grindvíkingar skoruðu seinustu þrjú stig leikhlutans og leiddu að honum loknum 67-64. Saga fjórða leikhluta var allt önnur en í þriðja og voru það Grindvíkingar sem voru í aðalhlutverki í lokafjórðungnum. Spennan gerði vart við sig fyrstu mínúturnar en fyrsta karfan kom þegar 2:15 voru liðnar af leikhlutanum. Grindvíkingar tóku þá við sér og allt að því læstu aðgengi að körfunni sinni og gerðu nánast það sem þeim sýndist í sóknarleiknum á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Þegar 4:19 voru til leiksloka voru heimamenn búnir að skora 15 stig á móti þremur stigum Þórsara. Þeir léku síðan lokamínúturnar af mikilli skynsemi, tóku langar sóknir og settu þau skot sem þurfti ofan í. Lítið gekk í sóknarleik gestanna og náðu þeir ekki að gera áhlaupið sem þurfti til að jafna leikinn. Grindvíkingar komnir með 1-0 forystu í einvíginu og hefst titilvörn þeirra á flottum sigri í fjörugum og kaflaskiptum leik. Stiga hæstir voru Lewis Clinch Jr. og Þorleifur Ólafsson, Grindavík, báðir með 21 stig. Þorleifur bætti að auki við 8 fráköstum. Hjá gestunum var Mike Cook Jr. atkvæðamestur með 25 stig. Ragnar Nathanaelsson bætti við tvöfaldri tvennu, 19 stig og 13 fráköst.Sverrir Þór Sverrisson: Góður sigur en þurfum að laga nokkra hluti Þjálfari Grindavíkur var sammála um að vörnin í fjórða leikhluta hafi skilað sigri í hús fyrir Grindvíkinga á móti Þór í kvöld. „Jú við getum verið sammála um að vörnin í fjórða leikhluta hafi gert gæfumuninn. Þetta var góður sigur en við vorum svolítið á hælunum í vörninni og vorum að tapa boltanum klaufalega. Við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir næsta leik.“ Sverrir var spurður að því hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í leik Þórs. „Í raun og veru ekki, ég bjóst náttúrulega við þeim grimmum, eins og þeir komu í þennan leik. Þeir eru góðir og eru með góða leikmenn í öllum stöðum. Líkamlega sterkir stóru kallarnir hjá þeim, þannig að það kom mér ekkert á óvart með þá. Við hefðum mátt vera grimmari strax í byrjun, þannig að við þurfum að laga nokkra hluti fyrir sunnudaginn.“ „Það verður svipað upp á teningnum væntanlega á sunnudaginn og var í kvöld. Það er erfitt að fara í Þorlákshöfn og spila. Við spiluðum hörkuleik fyrir stuttu þarna og verðum við að laga nokkra hluti og vera enn þá grimmari en við vorum í kvöld á sunnudaginn.“ Lewis Clinch Jr. virtist haltur í leiknum og sagði Sverrir: „Hann meiddist í Þorlákshöfn í næstsíðasta leiknum og hvíldi seinasta leikinn. Það var eitthvað að angra hann undir lokin. Hann nær að hvíla sig á morgun og verður vonandi í toppstandi í næsta leik.“Benedikt Guðmundsson: Við þurfum að vera sterkari andlega „Margt gott í þessum leik en í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta, þá fáum við á okkur 24 stig á móti þremur frá okkur. Það má segja að allt hafi hrunið þar“, sagði súr þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn. „Það þarf ekki nema svona kafla sem tekur nokkrar mínútur að klára leikinn fyrir okkur. 34 góðar mínútur hjá okkur er bara ekki nóg til að vinna Grindavík, við þurfum að eiga 40 góðar mínútur og að því stefnum við.“ Benedikt var spurður út í áherslurnar fyrir leik. „Menn voru virkilega tilbúnir í þetta og voru að spila mjög vel en um leið og hlutirnir fara að ganga illa, þá fer allt úrskeiðis og það er eitthvað við þurfum að laga. Auðvitað koma slæmir kaflar í leiki en þú mátt tapa nokkrum mínútum með 20 stigum. Þetta er í hausnum á mönnum, þegar kemur smá mótlæti þá mega menn ekki brotna. Við þurfum að vera sterkari andlega og það kemur náttúrulega með reynslunni.“ „Við hugsum um að vinna næsta leik, við vorum á pari hérna lengi vel. Við verðum að vinna næsta leik til að halda þessari seríu opinni. Við megum ekki tapa næsta leik því þá er þetta orðið nánast vonlaust og ef við ætlum að vera með í þessari seríu þá verðum við að vinna á sunnudaginn.“Tölfræði leiksins:Grindavík-Þór Þ. 92-82 (22-25, 22-18, 23-21, 25-18)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 21/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 9/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6.Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 17, Nemanja Sovic 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3.4. leikhluti | 92-82: Grindavík bætti við stigum af vítalínunni og gestirnir komust ekki nær. 1-0 fyrir Grindavík og liðin stefna til Þorlákshafnar, skemmtilegur leikur og titilvörnin hefst með bestum hætti.4. leikhluti | 90-82: Gestirnir hafa náð að naga forskot gulklæddra í 8 stig. Þeir ná samt ekki boltanum af heimamönnum sem gerir það að verkum að tíminn nái að líða. 35 sek eftir.4. leikhluti | 88-74: Jón Axel Guðmundsson skorar þriggja stiga körfu úr horninu eftir langa sókn Grindvíkinga, sem virðist vera planið. Að éta tíma af klukkunni og gera gestunum ókleyft að ná kombakki. 2 mín eftir.4. leikhluti | 85-74: Þórsarar reyna lokaáhlaupið hafa skorað fimm stig í röð og Sverrir, þjálfari heimamanna tekur leikhlé þegar 2:20 eru eftir. Spurning hvort áhlaupið komi of seint frá Þór.4. leikhluti | 84-69: Raggi Nat. bætir tveimur vítum í sarpinn hjá Þórsurum, brekkan er samt orðin ansi brött. 3:09 eftir.4. leikhluti | 82-67: Grindvíkingar eru líklegir til að sigla þessum leik í heimahöfn. Það gengur hvorki né rekur í sóknarleik Þórs. 15-3 sprettur heimamanna og Benedikt þarf að taka annað leikhlé. 4:19 eftir.4. leikhluti | 78-65: Leikhléið hefur ekki haft tilætluð áhrif hjá gestunum. Munurinn er orðinn 13 stig fyrir heimamenn og 5:11 eftir.4. leikhluti | 76-65: Vörn heimamanna er aftur orðin pottþétt. Það er að skila sér í að staðan er 9-1 í upphafi fjórða leikhluta fyrir Grindavík. Þór tekur leikhlé þegar 6:07 eru til leiksloka.4. leikhluti | 69-64: Ómar Sævarsson skorar fyrstu körfu fjórðungsins þegar 2 mínútur og 45 sekúndur er liðnar af leikhlutanum. Spennan er farin að segja til sín hjá leikmönnum. 7:45 eftir.4. leikhluti | 67-64: Bæði lið að misnota sóknir sínar fyrstu eina og hálfu mínútuna. Síðan er brotið á Sigga Þorsteinss. og hann fór á vítalínuna. Hvorugt vítið fór ofan í. 8:27 eftir.4. leikhluti | 67-64: Seinasti leikhluti af venjulegum leiktíma er hafinn. Ég verð ekki hissa þótt það þurfi að bæta allavega við fimm mínútum við þennan leik. 9:55 eftir.3. leikhluti | 67-64: Grindvíkingar fóru í það sem átti að vera lokasókn fjórðungsins. Þorleifur Ólafsson keyrði að körfunni og lagði boltann ofan ásamt því að fá villu. Vítið fór ofan í. Boltanum var grýtt fram á völlinn og var dæmd villa á Grindvíkinga. Þórsarar fengu tvö víti en þau fóru bæði forgörðum. Grindvíkingar með þriggja stiga forskot fyrir seinasta fjórðunginn.3. leikhluti | 64-64: 37 sek. eftir og Grindavík var að jafna af vítalínunni.3. leikhluti | 62-62: Enn er skipst á að skora og allt er hnífjafnt, rafmagnað andrúmsloftið og allar klisjurnar í bókinni sem hægt er að hafa um úrslitakeppni í körfubolta. 1:23 eftir.3. leikhluti | 59-60: Þórsarar ná stoppi í sókninni og komast yfir í næstu sókn sinni. 2 mín. eftir.3. leikhluti | 59-58: Nú er skipst á að skora, rosalegur ákafi í báðum liðum í sókn, vörnin þarf að líða fyrir það. 3:08 eftir.3. leikhluti | 53-52: Nú eru það gestirnir sem eru á 9-0 sprett. 4:38 eftir.3. leikhluti | 53-50: Cook Jr. skorar og fær villu dæmda, vítið fer ofan í og munurinn kominn niður í 3 stig. 5:11 eftir.3. leikhluti | 53-47: Ákafinn í vörn gestanna hefur aukist eftir leikhléið sem þeir tóku. Tvö varin skot, einn stolinn bolti og fiskaður ruðningur síðan þá, þeir hafa þó ekki náð að færa sér það í nyt á sóknarhelmingnum. 5:30 eftir.3. leikhluti | 53-47: Nú er það gestanna að taka smá sprett, fjögur stig í röð og forskotið saxað niður í sex stig. 6:35 eftir.3. leikhluti | 53-43: Vörn heimamanna er orðin þéttari og eru gestirnir ekki enn komnir á blað. Grindvíkingar hafa hinsvegar skorað níu stig. Benni þjálfari Þórs er ekki ánægður og tekur leikhlé þegar 7:28 eru eftir.3. leikhluti | 49-43: Grindvíkingar hefja þann þriðja af meiri krafti og hafa skorað fyrstu fimm stigin. 8:48 eftir.3. leikhluti | 47-43: Sigurður Gunnar Þorsteinsson opnar seinni hálfleikinn á að leggja boltann í körfuna og krækja í villu, vítaskotið ratar síðan rétta leið. 9:463. leikhluti | 44-43: Þriðji leikhluti er hafinn. Spennan mætti halda áfram út leikinn. Heimamenn byrja með boltann. 9:58 eftir.2. leikhluti | 44-43: Mike Cook Jr. náði í villu um leið og flautan gall. Hann fór á vítalínuna og nýtti vítin. Það er því eins stigs munur í hálfleik og spennan er veruleg.2. leikhluti | 44-39: Þórsarar náðu að helminga forskotið en Grindvíkingar voru fljótir að svara. 50 sek eftir.2. leikhluti | 42-36: Grindvíkingar náðu muninum í 8 stig en Cook minnkaði muninn niður í sex stig af vítalínunni. 2:03 eftir.2. leikhluti | 39-34: Cook Jr. náði að svara fyrir gestina eftir að sprettur Grindavíkur var kominn í 7-0. 2:49 eftir.2. leikhluti | 37-32: Grindvíkingar hafa náð að skora 5 stig í röð og eru komnir með fimm stig í forskot. 3:39 eftir.2. leikhluti | 32-30: Það er skipst á að skora en heimamenn hafa tvö stig í forskot. 4:40 eftir.2. leikhluti | 30-30: Það er orðið jafnt aftur, rosalegur þristur frá Þórsurum. 5:48 eftir.2. leikhluti | 28-27: Þórsarar loksins komnir á blað í öðrum leikhluta, Grindavík var búið að skora 6 stig án þess að gestirnir næðu að svara. 6:06 eftir.2. leikhluti | 28-25: Grindvíkingar eru aftur komnir yfir. Ragnar er búinn að verja þrjú skot í leiknum og hefur Sigurður Þorsteinsson orðið fyrir barðinu á honum í öll skiptin. 7:09 eftir.2. leikhluti | 24-25: Grindvíkingar fyrstir á blað í öðrum leikhluta. Þorleifur Ólafsson með sóknarfrákast og körfu. 9:15 eftir.2. leikhluti | 22-25: Annar leikhluti hafinn og Þórsarar hefja leik. 9:52 eftir.1. leikhluti | 22-25: Þórsarar jöfnuðu og náðu síðan aftur forystunni þegar 15 sek. voru eftir af leikhlutanum, Grindavík reyndi lokaskot en það geigaði. Rosaleg lokamínúta í skemmtilegum leik hingað til.1. leikhluti | 22-20: Bróðir Ólafs, Þorleifur skorar þriggja stiga körfu og kemur Grindavík yfir. 45 sek eftir.1. leikhluti | 19-20: Grindavík nær góðu sóknarfrákasti, síðan stela þeir boltanum og skora og munurinn er 1 stig. Í bæði skiptin var það ólafur Ólafsson sem var að verki. 1:09 eftir.1. leikhluti | 15-20: Sovic, Cook Jr og Ragnar Nat. eru allir komnir með 6 stig fyrir gestina. 2:09 eftir.1. leikhluti | 15-20: Aftur er Raggi Nat. að verja skot frá Sigurði Þorsteinss. Það hefur hægst á stigaskori liðanna. Grindavík tekur leikhlé þegar 2:36 eru eftir.1. leikhluti | 15-20: Nú er skipst á að skora en gestirnir ná að halda Grindavík 3-5 stigum fyrir aftan sig. 4:04 eftir.1. leikhluti | 11-14: Clinch Jr. skorar fyrir Grindavík og nær í villu að auki. Vítaskotið ratar rétta leið. 5:27 eftir.1. leikhluti | 8-12: Nemanja Sovic er að hitna, hann er kominn með sex stig í röð fyrir gestina. Raggi Nat. ver síðan skot frá Sigurði Þorsteins. 5:50 eftir.1. leikhluti | 6-8: Þrír mismunandi menn í sitthvoru liðinu eru komnir á blað hérna á upphafsmínútunum. 7:03 eftir.1. leikhluti | 4-4: Liðin skiptast á að skora. Það er áþreifanleg spenna í Röstinni. 8:19 eftir.1. leikhluti | 2-2: Þetta er byrjað og heimamenn byrja leikinn með troðslu frá Ólafi Ólafssyni. Svona á að byrja úrslitakeppnina. Þórsara hinsvegar snöggir að svara. 9:34 eftir.Fyrir leik: Liðin eru kynnt og þá er fátt til vanbúnaðar fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar.Fyrir leik: Hún verður væntanlega spennandi baráttan í teig liðanna í kvöld. Að margra mati tveir bestu miðherjar landsins eru í sitthvoru liðinu. Þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík og Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Þeir eru frákastahæstir hjá liðum sínum, eins og við var að búast, Sigurður með 8,7 fráköst að meðaltali og Ragnar með 12,6 fráköst að meðaltali.Fyrir leik: Það varð samt sem áður athyglisverð þróun í leikjum liðanna í deildarkeppninni í vetur. Þau töpuðu bæði heimaleikjum sínum. Grindavík vann í Þorlákshöfn með níu stigum og Þór vann svo í Grindavík með 10 stigum. Staðan er því þannig, eins og oft vill verða í körfubolta, að allt getur gerst.Fyrir leik: Eins og kom fram á Vísi í morgun þá spá flestir heimamönnum frá Grindavík sigri í þessari seríu og mest er Þórsurum gefinn einn sigurleikur í þessari lotu.Fyrir leik: Verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Við erum staddir í Röstinni í Grindavík en gulklæddir hafa heimaleikjaréttinn í þessari fyrstu seríu.
Dominos-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira