Leikur drykkjusjúkan danshöfund með sex hjónabönd að baki 20. mars 2014 22:00 Busby Berkeley og Ryan Gosling Vísir/Getty/Getty Íslandsvinurinn og stórleikarinn Ryan Gosling hefur verið orðaður við aðalhlutverk, og hugsanlega leikstjórn, nýrrar kvikmyndar sem byggð verður á ævi leikstjórans og danshöfundarins Busby Berkeley. Berkeley, sem lést árið 1976, var þekktur fyrir að semja flókin dansatriði fyrir hópa fyrir einhverjar vinsælustu kvikmyndir á svokölluðu gullskeiði Hollywood. Ferill hans spannar yfir fjóra áratugi, en hann samdi dansatriði fyrir kvikmyndir á borð við Gold Diggers of 1933, 42nd Street og leikstýrði þekktum kvikmyndum á borð við Fast and Furious, frá árinu 1939, og Babes on Broadway, árið 1941. En líf Berkeley var ekki bara dans og söngur. Hann átti sex hjónabönd að baki og var haldinn áfengisfíkn. Þá lenti hann í fjárhagskröggum vegna vangoldinna skatta. Berkeley var ábyrgur fyrir bílslysi þar sem tveir létust. Hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en var sýknaður að lokum. Myndin er enn á undirbúningsstigi og enginn höfundur hefur verið orðaður við handritið. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslandsvinurinn og stórleikarinn Ryan Gosling hefur verið orðaður við aðalhlutverk, og hugsanlega leikstjórn, nýrrar kvikmyndar sem byggð verður á ævi leikstjórans og danshöfundarins Busby Berkeley. Berkeley, sem lést árið 1976, var þekktur fyrir að semja flókin dansatriði fyrir hópa fyrir einhverjar vinsælustu kvikmyndir á svokölluðu gullskeiði Hollywood. Ferill hans spannar yfir fjóra áratugi, en hann samdi dansatriði fyrir kvikmyndir á borð við Gold Diggers of 1933, 42nd Street og leikstýrði þekktum kvikmyndum á borð við Fast and Furious, frá árinu 1939, og Babes on Broadway, árið 1941. En líf Berkeley var ekki bara dans og söngur. Hann átti sex hjónabönd að baki og var haldinn áfengisfíkn. Þá lenti hann í fjárhagskröggum vegna vangoldinna skatta. Berkeley var ábyrgur fyrir bílslysi þar sem tveir létust. Hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en var sýknaður að lokum. Myndin er enn á undirbúningsstigi og enginn höfundur hefur verið orðaður við handritið.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira