Giggs vill fá að spila meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 08:15 Ryan Giggs. Vísir/Getty Ryan Giggs átti mjög flottan leik þegar Manchester United sló gríska liðið Olympiacos út úr Meistaradeildinni með 3-0 sigri á Old Trafford á miðvikudagskvöldið. Giggs verður 41 árs gamall í nóvember næstkomandi en hann er á sínu 24. tímabili með Manchester United liðinu og vantar nú "bara" 39 leiki til að spila sinn þúsundasta leik fyrir félagið. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá United og einhverjir hafa lesið í það að Manchester United sé á leið inn í sömu lægð og Liverpool eftir 1990. „Ég skil það svo sem af hverju fólk er að spá þessu enda höfum við ekki spilað nógu vel á þessu tímabili og það hefur vantað stöðugleika í okkar leik," sagði Ryan Giggs. Hann segir samt mikið búa í liðinu. „Ég veit af reynslu hvað þessir leikmenn geta og margir þeirra hafa verið afskrifaðir. Ég tel að það séu mikil gæði enn í klefanum," sagði Ryan Giggs við Guardian. En vill hann ekki spila meira sjálfur? „Ég vona að ég fái að spila meira. Ég hef ekki spilað jafnmikið og ég hefði viljað á síðustu mánuðum," sagði Ryan Giggs sem er þó í betri stöðu en margir liðsfélagar hans til að hafa áhrif á það. Giggs er einn aðstoðarmanna knattspyrnustjórans David Moyes. Ryan Giggs hefur spilað 1177 mínútur á þessu tímabili en hann hefur verið í byrjunarliðinu í fjórtán af þeim tuttugu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. David Moyes hefur látið hann byrja í fimm af átta Meistaradeildarleikjum liðsins og Giggs hefur næstum því spilað jafnmikið í Meistaradeildinni (447 mínútur) og ensku úrvalsdeildinni (484 mínútur) á þessari leiktíð.David Moyes og Ryan Giggs.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira
Ryan Giggs átti mjög flottan leik þegar Manchester United sló gríska liðið Olympiacos út úr Meistaradeildinni með 3-0 sigri á Old Trafford á miðvikudagskvöldið. Giggs verður 41 árs gamall í nóvember næstkomandi en hann er á sínu 24. tímabili með Manchester United liðinu og vantar nú "bara" 39 leiki til að spila sinn þúsundasta leik fyrir félagið. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá United og einhverjir hafa lesið í það að Manchester United sé á leið inn í sömu lægð og Liverpool eftir 1990. „Ég skil það svo sem af hverju fólk er að spá þessu enda höfum við ekki spilað nógu vel á þessu tímabili og það hefur vantað stöðugleika í okkar leik," sagði Ryan Giggs. Hann segir samt mikið búa í liðinu. „Ég veit af reynslu hvað þessir leikmenn geta og margir þeirra hafa verið afskrifaðir. Ég tel að það séu mikil gæði enn í klefanum," sagði Ryan Giggs við Guardian. En vill hann ekki spila meira sjálfur? „Ég vona að ég fái að spila meira. Ég hef ekki spilað jafnmikið og ég hefði viljað á síðustu mánuðum," sagði Ryan Giggs sem er þó í betri stöðu en margir liðsfélagar hans til að hafa áhrif á það. Giggs er einn aðstoðarmanna knattspyrnustjórans David Moyes. Ryan Giggs hefur spilað 1177 mínútur á þessu tímabili en hann hefur verið í byrjunarliðinu í fjórtán af þeim tuttugu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. David Moyes hefur látið hann byrja í fimm af átta Meistaradeildarleikjum liðsins og Giggs hefur næstum því spilað jafnmikið í Meistaradeildinni (447 mínútur) og ensku úrvalsdeildinni (484 mínútur) á þessari leiktíð.David Moyes og Ryan Giggs.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira