Enski boltinn

Manchester United fékk Bayern - Chelsea mætir PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Evrópumeistararnir mæta á Old Trafford.
Evrópumeistararnir mæta á Old Trafford. Vísir/Getty
Manchester United hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Manchester United lenti á móti Evrópumeisturum Bayern München en Bayern-liðið sló Arsenal út úr sextán liða úrslitunum og það er því enskt þema hjá Bæjurum í Meistaradeildinni í ár.

Það er bara einn leikur á milli liða frá sama landi en spænsku liðin Barcelona og Atletico Madrid drógust saman. Þau eiga líka í mikilli baráttu um sigur í spænsku deildinni þar sem þau keppa við Real Madrid í þriggja liða kapphlaupi.

Ein mest spennandi viðureignin er síðan á milli Paris Saint-Germain og Chelsea sem hafa bæði hrist upp í alþjóðlega fótboltanum þökk sé ríkum eigendum sínum.

Lokaleikurinn er síðan á milli Real Madrid og Borussia Dortmund en þar má vissulega segja að spænska liðið hafi haft heppnina með sér.

Liðin sem mætast í átta liða úrslitunum:

Barcelona - Atletico Madrid

Real Madrid - Borussia Dortmund

Paris Saint-Germain - Chelsea

Manchester United - Bayern München




Fleiri fréttir

Sjá meira


×