Verða fjögur ný Evrópuríki til? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 11:33 Feneyjar. AP Photo Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum. Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum.
Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira