Verða fjögur ný Evrópuríki til? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 11:33 Feneyjar. AP Photo Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira