Rússar vilja losna við Visa og Mastercard Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 10:22 Rússneskur hraðbanki. Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira