Kári Steinn Karlsson og Martha Ernstsdóttir eru á meðal þeirra sem keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistararmótinu í hálfmaraþoni.
Mótið fer fram í Kaupmannahöfn á laugardaginn en keppt verður bæði í liða- og einstaklingskeppni.
Kári Steinn, Martha, Arnar Pétursson og Helen Ólafsdóttir, sem keppa fyrir ÍR, voru valin ásamt Fjölnisfólkinu Ingvari Hjartarssyni og Arndísi Ýri Hafþórsdóttur.
Ísland sendir nú karlasveit til þátttöku á mótinu í fyrsta sinn en íslensk kvennasveit tók þátt í HM í Ósló árið 1993. Þá var Martha einnig á meðal þátttakenda en hún verður fimmtug næsta haust.
Martha varð í fimmtánda sæti á mótinu í Ósló á sínum tíma en þá hljóp hún á 1:12.15 klst.
Sex keppa á HM í hálfmaraþoni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



