Toppliðin stráfelld í NBA | Oklahoma missti toppsætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 07:05 Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira