Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 08:15 „Muniði í gömlu Mortal Kombat-tölvuleikjunum þegar maður vann andstæðing sinn án þess að fá á sig svo mikið sem eitt högg og það var kallað „fullkominn sigur“? Allavega. Rústið hjá Nelson minnti á það.“Í spilaranum hér að ofan má sjá bardaga Gunnars Nelson í heild sinni með íslenskri lýsingu þar sem Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, fer á kostum að vanda. Þessa skemmtilegu lýsingu, efst í fréttinni, á sigri GunnarsNelson gegn Rússanum OmariAkhmedov í London á laugardaginn skrifar AdamIreland, fréttamaður MMA-síðunnar mmakanvas.com. Hann heldur áfram: „Akhmedov átti ekkert í Gunnar og var á endanum hengdur með guillotine-taki undir lok fyrstu lotu ... Hann [Gunnar] fær væntanlega að berjast við stórt nafn næst þegar við sjáum hann í UFC-búrinu. Og hann verðskuldar það.“ Ireland er ekki einn um að ausa lofi yfir okkar mann eftir frammistöðu Gunnars um helgina. Eins og greint var frá í gær var DanaWhite, forseti UFC, yfir sig hrifinn af Gunnari og veitti honum 50 þúsund dali, um fimm og hálfa milljón króna, sem sérstakan frammistöðubónus. Þeir eru fleiri. StevenMarrocco, fréttamaður vefsíðunnar mmajunkie.com, skrifar: „Þrettán mánaða fjarvera vegna meiðsla hægði varla á Gunnari Nelson sem leit ekki út fyrir að hafa stigið fæti út úr hringnum í endurkomu sinni. Með nákvæmni á borð við skurðlækni kom hann Omari Akhmedov í gólfið og refsaði honum þar til færi gafst á að klára bardagann.“Gunnar með Akhmedov í gólfinu.Vísir/GettyMichael Drahota, fréttamaður mmamania.com, var einnig hrifinn af yfirburðum Gunnars, sérstaklega eftir að hafa verið svo lengi frá vegna meiðsla. Hann segir sigurinn koma honum nálægt efstu mönnum veltivigtarinnar. „Þetta var virkilega sannfærandi sigur sem færir Gunnar nálægt þeim 15 efstu. Hann hafði verið lengi frá en sýndi engin merki þess. Karate-höggin litu vel út og dugðu til að negla Akhmedov í gólfið snemma. Hæfileikar hans í gólfglímu voru aldrei dregnir í efa,“ skrifar Drahota sem vill þó sjá Gunnar bæta sig standandi ef hann ætlar sér virkilega að synda með hákörlunum í veltivigtinni. Ótal magn lofgreina um Gunnar má finna á þeim fjölmörgu MMA-vefjum sem segja fréttir af íþróttinni og eru flestir sammála um að þessi sannfærandi sigur skjóti Gunnari rækilega upp á stjörnuhimininn. Fáeinir eru ekki alveg jafnsannfærðir og vilja sjá Gunnar berjast við mann á topp 15-listanum og jafnvel utan Evrópu, þá í Las Vegas, en Gunnar á marga aðdáendur á Bretlandseyjum og virkar London í raun eins og heimavöllur hans. „Ósigraður og búinn að vinna þrjá UFC-bardaga í röð. Það er líklegt að Gunnar Nelson fari nú að færa sig ofar í veltivigt UFC,“ skrifarKen Pishna, fréttamaður Eurosport um bardagann. Gunnar Nelson og frammistaða hans var mikið rædd á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan og eftir að hann gjörsigraði Rússann. Þar fór kannski hæst að forseti UFC, Dana White, sagði Gunnar vera frábæran. Þá var RenzoGracie, sá er kenndi Gunnari Nelson brasilískt jiu-jitsu og veitti honum svarta beltið í bardagalistinni, gríðarlega stoltur af sínum manni og sagði hann hafa allt til að fara alla leið. Renzo Gracie er afabarn Carlos Gracie sem ásamt bróður sínum Hélio Gracie þróaði Gracie jiu-jitsu. Betri kennara er varla hægt að fá og nýtur Gunnar mikillar virðingar sem gólfglímumaður eftir að hafa fengið svarta beltið frá Renzo.Gunnar is AWESOME!!!! — Dana White (@danawhite) March 8, 2014@GunniNelson did an unbelievable job @ufc London today.. The boy has everything that takes ;-) @HalliNelson I'm proud pic.twitter.com/4YQ9iYdzbB — Renzo_Gracie_BJJ (@RenzoGracieBJJ) March 8, 2014Gunnar Nelson is legit, a grappling wizard ! — Jamie Hickman (@SirJamieHickman) March 9, 2014Only just watched @ufc .. There are no worlds to describe how smooth Gunnar Nelson is. — Josh Layton (@josh_layton) March 9, 2014@GunniNelson Surgical precision. Excellent fight. — Curtis Mason (@SamMace70) March 9, 2014 MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00 Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans „Allir í gym-inu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli Thorodssen. Engu skipti þótt hann hefjist klukkan 5 að morgni í Japan. 8. mars 2014 13:26 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Bendtner og félagar kíktu á Gunnar í kvöld Minnst þrír leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal voru á meðal áhorfenda á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum í kvöld. 8. mars 2014 23:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
„Muniði í gömlu Mortal Kombat-tölvuleikjunum þegar maður vann andstæðing sinn án þess að fá á sig svo mikið sem eitt högg og það var kallað „fullkominn sigur“? Allavega. Rústið hjá Nelson minnti á það.“Í spilaranum hér að ofan má sjá bardaga Gunnars Nelson í heild sinni með íslenskri lýsingu þar sem Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, fer á kostum að vanda. Þessa skemmtilegu lýsingu, efst í fréttinni, á sigri GunnarsNelson gegn Rússanum OmariAkhmedov í London á laugardaginn skrifar AdamIreland, fréttamaður MMA-síðunnar mmakanvas.com. Hann heldur áfram: „Akhmedov átti ekkert í Gunnar og var á endanum hengdur með guillotine-taki undir lok fyrstu lotu ... Hann [Gunnar] fær væntanlega að berjast við stórt nafn næst þegar við sjáum hann í UFC-búrinu. Og hann verðskuldar það.“ Ireland er ekki einn um að ausa lofi yfir okkar mann eftir frammistöðu Gunnars um helgina. Eins og greint var frá í gær var DanaWhite, forseti UFC, yfir sig hrifinn af Gunnari og veitti honum 50 þúsund dali, um fimm og hálfa milljón króna, sem sérstakan frammistöðubónus. Þeir eru fleiri. StevenMarrocco, fréttamaður vefsíðunnar mmajunkie.com, skrifar: „Þrettán mánaða fjarvera vegna meiðsla hægði varla á Gunnari Nelson sem leit ekki út fyrir að hafa stigið fæti út úr hringnum í endurkomu sinni. Með nákvæmni á borð við skurðlækni kom hann Omari Akhmedov í gólfið og refsaði honum þar til færi gafst á að klára bardagann.“Gunnar með Akhmedov í gólfinu.Vísir/GettyMichael Drahota, fréttamaður mmamania.com, var einnig hrifinn af yfirburðum Gunnars, sérstaklega eftir að hafa verið svo lengi frá vegna meiðsla. Hann segir sigurinn koma honum nálægt efstu mönnum veltivigtarinnar. „Þetta var virkilega sannfærandi sigur sem færir Gunnar nálægt þeim 15 efstu. Hann hafði verið lengi frá en sýndi engin merki þess. Karate-höggin litu vel út og dugðu til að negla Akhmedov í gólfið snemma. Hæfileikar hans í gólfglímu voru aldrei dregnir í efa,“ skrifar Drahota sem vill þó sjá Gunnar bæta sig standandi ef hann ætlar sér virkilega að synda með hákörlunum í veltivigtinni. Ótal magn lofgreina um Gunnar má finna á þeim fjölmörgu MMA-vefjum sem segja fréttir af íþróttinni og eru flestir sammála um að þessi sannfærandi sigur skjóti Gunnari rækilega upp á stjörnuhimininn. Fáeinir eru ekki alveg jafnsannfærðir og vilja sjá Gunnar berjast við mann á topp 15-listanum og jafnvel utan Evrópu, þá í Las Vegas, en Gunnar á marga aðdáendur á Bretlandseyjum og virkar London í raun eins og heimavöllur hans. „Ósigraður og búinn að vinna þrjá UFC-bardaga í röð. Það er líklegt að Gunnar Nelson fari nú að færa sig ofar í veltivigt UFC,“ skrifarKen Pishna, fréttamaður Eurosport um bardagann. Gunnar Nelson og frammistaða hans var mikið rædd á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan og eftir að hann gjörsigraði Rússann. Þar fór kannski hæst að forseti UFC, Dana White, sagði Gunnar vera frábæran. Þá var RenzoGracie, sá er kenndi Gunnari Nelson brasilískt jiu-jitsu og veitti honum svarta beltið í bardagalistinni, gríðarlega stoltur af sínum manni og sagði hann hafa allt til að fara alla leið. Renzo Gracie er afabarn Carlos Gracie sem ásamt bróður sínum Hélio Gracie þróaði Gracie jiu-jitsu. Betri kennara er varla hægt að fá og nýtur Gunnar mikillar virðingar sem gólfglímumaður eftir að hafa fengið svarta beltið frá Renzo.Gunnar is AWESOME!!!! — Dana White (@danawhite) March 8, 2014@GunniNelson did an unbelievable job @ufc London today.. The boy has everything that takes ;-) @HalliNelson I'm proud pic.twitter.com/4YQ9iYdzbB — Renzo_Gracie_BJJ (@RenzoGracieBJJ) March 8, 2014Gunnar Nelson is legit, a grappling wizard ! — Jamie Hickman (@SirJamieHickman) March 9, 2014Only just watched @ufc .. There are no worlds to describe how smooth Gunnar Nelson is. — Josh Layton (@josh_layton) March 9, 2014@GunniNelson Surgical precision. Excellent fight. — Curtis Mason (@SamMace70) March 9, 2014
MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00 Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans „Allir í gym-inu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli Thorodssen. Engu skipti þótt hann hefjist klukkan 5 að morgni í Japan. 8. mars 2014 13:26 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Bendtner og félagar kíktu á Gunnar í kvöld Minnst þrír leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal voru á meðal áhorfenda á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum í kvöld. 8. mars 2014 23:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30
Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32
Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00
Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans „Allir í gym-inu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli Thorodssen. Engu skipti þótt hann hefjist klukkan 5 að morgni í Japan. 8. mars 2014 13:26
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00
Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30
Bendtner og félagar kíktu á Gunnar í kvöld Minnst þrír leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal voru á meðal áhorfenda á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum í kvöld. 8. mars 2014 23:30