Síðasti afastrákur Henry Ford dáinn Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2014 10:02 William Clay Ford á einum af eldri bílum Ford. William Clay Ford, fyrrum stjórnarformaður Ford Motor Co. lést í gær 88 ára gamall. Hann var síðasta eftirlifandi barnabarn Henry Ford stofnanda Ford bílafyrirtækisins. William lést úr lungnabólgu á heimili sínu í Michigan. William var ungur að árum er hann var farinn að gegna ábyrgðarstöðum í Ford fyrirtækinu, en 23 ára var hann kominn í stjórn þess. Hann hætti störfum í Ford árið 2005 eftir nær hálfrar aldar starf. Sonur William og nafni er nú stjórnarformaður Ford bílarisans. William eldri var sonur Edsel Ford og yngstur fjögurra barna hans, en Edsel var eina barn Henry Ford. Bróðir William, Henry Ford II, var lengi forstjóri Ford og síðar meir stjórnarformaður Ford, en hann dó árið 1987. William giftist Martha Firestone, en afi hennar var stofnandi Firestone dekkjaframleiðandans. Þau voru því bæði af þriðju kynslóð frumkvöðla í bíliðnaðinum og liðu lítinn skort á sinni ævi. William útskrifaðist úr Yale sem hagfræðingur árið 1949 og hóf í kjölfarið störf hjá fjölskyldufyrirtækinu. William Ford keypti NFL ruðningsliðið Detroit Lions árið 1964 og hefur átt það allar götur síðan. Eiginkona William til 66 ára lifir eiginmann sinn ásamt 4 börnun, 14 barnabörnum og 2 barnabarnabörnum. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
William Clay Ford, fyrrum stjórnarformaður Ford Motor Co. lést í gær 88 ára gamall. Hann var síðasta eftirlifandi barnabarn Henry Ford stofnanda Ford bílafyrirtækisins. William lést úr lungnabólgu á heimili sínu í Michigan. William var ungur að árum er hann var farinn að gegna ábyrgðarstöðum í Ford fyrirtækinu, en 23 ára var hann kominn í stjórn þess. Hann hætti störfum í Ford árið 2005 eftir nær hálfrar aldar starf. Sonur William og nafni er nú stjórnarformaður Ford bílarisans. William eldri var sonur Edsel Ford og yngstur fjögurra barna hans, en Edsel var eina barn Henry Ford. Bróðir William, Henry Ford II, var lengi forstjóri Ford og síðar meir stjórnarformaður Ford, en hann dó árið 1987. William giftist Martha Firestone, en afi hennar var stofnandi Firestone dekkjaframleiðandans. Þau voru því bæði af þriðju kynslóð frumkvöðla í bíliðnaðinum og liðu lítinn skort á sinni ævi. William útskrifaðist úr Yale sem hagfræðingur árið 1949 og hóf í kjölfarið störf hjá fjölskyldufyrirtækinu. William Ford keypti NFL ruðningsliðið Detroit Lions árið 1964 og hefur átt það allar götur síðan. Eiginkona William til 66 ára lifir eiginmann sinn ásamt 4 börnun, 14 barnabörnum og 2 barnabarnabörnum.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira