„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 15:57 Feðgarnir Haraldur Dean Nelson og Gunnar Nelson. Vísir/Vilhelm „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Fyrr í dag sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá samtökunum Barnaheill Gunnar, sem bardagakappa, ekki vera góða fyrirmynd. „Þetta er ekki sú fyrirmynd sem við viljum fyrir börnin okkar. Hann er auðvitað að nota einhverja tækni, ég þekki það ekki, en þetta er augljóslega ekki eitthvað sem börn eiga að leika eftir. Gott væri að finna eitthvað annað fyrir þau. Af nógu er að taka, af flottu fólki sem er að stunda eitthvað heilbrigðara,“ sagði Margrét fyrr í dag.Gunnar í London um helgina.Vísir/Getty„Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti“ Haraldur er afar ósáttur við þessi ummæli Margrétar. „En ég vil byrja á því að hvetja fólk, sem hefur skoðanir á þessu, til þess að vaða ekki í Margréti sem persónu. Þessu á að svara málefnalega og ræða málin af skynsemi. Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti,“ segir Haraldur og vindur sér svo í að svara ummælum Margrétar: „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti. Mér finnst afar sérstakt að Barnaheill ætli að ákveða fyrir okkur foreldra hverjir eiga að vera fyrirmyndir barna okkar og hverjir ekki,“ segir Haraldur.„Foreldrar ákveða sjálfir hvort börnin horfi“ Haraldur leggur áherslu á að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börn þeirra horfi á. „Fyrst þarf fólk að ákveða hvort það ætli sjálft að horfa á þetta eða ekki. Síðan þurfa foreldrar að ákveða hvort þau leyfi börnum sínum að horfa á þessa íþrótt. Ef börnum er leyft að horfa á þetta, þá hljóta foreldrar að útskýra fyrir börnunum hvernig þetta fer fram,“ segir Haraldur. Hann segir mikilvægt að setja hlutina í rétt samhengi. „Börn eiga auðvitað ekki að stunda MMA [blandaðar bardagaíþróttir]. Alveg eins og börn eiga ekki að stökkva fram af háum skíðapalli eða keyra hraðskreiða kappakstursbíla. Það þarf að skoða þetta í réttu samhengi og útskýra þetta fyrir börnum.“Gunnar Nelson fagnar.Vísir/Getty„Þrautþjálfaðir einstaklingar“ Miklu máli skiptir, að mati Haraldar, að í UFC keppi einstaklingar af frjálsum vilja eftir ströngum reglum. „Þarna eru þrautþjálfaðir einstaklingar sem mætast og dómari sem sér um að vernda þá og getur stoppað bardagann hvenær sem er. Báðir einstaklingarnir geta líka hætt hvenær sem er, eins og gerðist á laugardaginn,“ útskýrir Haraldur. „Þetta er ekki ofbeldi, ofbeldi er þegar einhver er neyddur til athafna sem hann vill ekki taka þátt í. Þetta er vissulega harðgerð íþrótt, en þetta er ekki ofbeldi,“ segir Haraldur. Haraldur segir það hafa verið fyrirséð að svona ummæli myndu koma í umræðuna með auknum vinsældum Gunnars. „Fyrst og fremst ættu ummæli af þessu tagi að valda samtökum eins og Barnaheilli áhyggjum en ekki Gunna. Við vissum að það myndu koma aðilar fram sem væru með þessar skoðanir og það er mikilvægt að svara þeim með rökum,“ útskýrir Haraldur. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Fyrr í dag sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá samtökunum Barnaheill Gunnar, sem bardagakappa, ekki vera góða fyrirmynd. „Þetta er ekki sú fyrirmynd sem við viljum fyrir börnin okkar. Hann er auðvitað að nota einhverja tækni, ég þekki það ekki, en þetta er augljóslega ekki eitthvað sem börn eiga að leika eftir. Gott væri að finna eitthvað annað fyrir þau. Af nógu er að taka, af flottu fólki sem er að stunda eitthvað heilbrigðara,“ sagði Margrét fyrr í dag.Gunnar í London um helgina.Vísir/Getty„Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti“ Haraldur er afar ósáttur við þessi ummæli Margrétar. „En ég vil byrja á því að hvetja fólk, sem hefur skoðanir á þessu, til þess að vaða ekki í Margréti sem persónu. Þessu á að svara málefnalega og ræða málin af skynsemi. Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti,“ segir Haraldur og vindur sér svo í að svara ummælum Margrétar: „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti. Mér finnst afar sérstakt að Barnaheill ætli að ákveða fyrir okkur foreldra hverjir eiga að vera fyrirmyndir barna okkar og hverjir ekki,“ segir Haraldur.„Foreldrar ákveða sjálfir hvort börnin horfi“ Haraldur leggur áherslu á að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börn þeirra horfi á. „Fyrst þarf fólk að ákveða hvort það ætli sjálft að horfa á þetta eða ekki. Síðan þurfa foreldrar að ákveða hvort þau leyfi börnum sínum að horfa á þessa íþrótt. Ef börnum er leyft að horfa á þetta, þá hljóta foreldrar að útskýra fyrir börnunum hvernig þetta fer fram,“ segir Haraldur. Hann segir mikilvægt að setja hlutina í rétt samhengi. „Börn eiga auðvitað ekki að stunda MMA [blandaðar bardagaíþróttir]. Alveg eins og börn eiga ekki að stökkva fram af háum skíðapalli eða keyra hraðskreiða kappakstursbíla. Það þarf að skoða þetta í réttu samhengi og útskýra þetta fyrir börnum.“Gunnar Nelson fagnar.Vísir/Getty„Þrautþjálfaðir einstaklingar“ Miklu máli skiptir, að mati Haraldar, að í UFC keppi einstaklingar af frjálsum vilja eftir ströngum reglum. „Þarna eru þrautþjálfaðir einstaklingar sem mætast og dómari sem sér um að vernda þá og getur stoppað bardagann hvenær sem er. Báðir einstaklingarnir geta líka hætt hvenær sem er, eins og gerðist á laugardaginn,“ útskýrir Haraldur. „Þetta er ekki ofbeldi, ofbeldi er þegar einhver er neyddur til athafna sem hann vill ekki taka þátt í. Þetta er vissulega harðgerð íþrótt, en þetta er ekki ofbeldi,“ segir Haraldur. Haraldur segir það hafa verið fyrirséð að svona ummæli myndu koma í umræðuna með auknum vinsældum Gunnars. „Fyrst og fremst ættu ummæli af þessu tagi að valda samtökum eins og Barnaheilli áhyggjum en ekki Gunna. Við vissum að það myndu koma aðilar fram sem væru með þessar skoðanir og það er mikilvægt að svara þeim með rökum,“ útskýrir Haraldur.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32
Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15
Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35
Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30