Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2014 11:35 Margrét Júlía hjá Barnaheillum telur lítinn vafa leika á um að Gunnar Nelson bardagakappi sé slæm fyrirmynd. Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins og vilja að brugðist sé við með umræðu og því að efni sem þetta sé bannað börnum.„En þetta er rússneskt blóð“ Þjóðin fylgdist stolt með þegar Gunnar Nelson lúbarði og blóðgaði Rússann Omari Akhmedov í London í MMA-bardagaíþróttinni nú um helgina. Gunnar Nelson lét olnbogana vaða ítrekað í andlit Rússans, „Það er blóð framan í Gunnari, en það er rússneskt blóð,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirssonsem lýsti bardaganum í textalýsingu á Vísi. Gunnar er sannkölluð þjóðhetja á Íslandi en ekki eru allir jafn hrifnir. „Íþróttin er sannarlega ekki fögur á að horfa og í augum leikmanns lítur hún út sem hefðbundin slagsmál á skólalóð í gegnum árin,“ skrifar Friðrika Benónýsí leiðara Fréttablaðsins í dag og víða á samfélagsmiðlum má greina áhyggjur af því að Gunnar sé stórhættuleg fyrirmynd.Börn eiga rétt á að hafa þetta ekki fyrir augum sérMargrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum deilir þeim áhyggjum; að þetta kunni að leiða til meira ofbeldis meðal barna og unglinga en þó þekkist í þeirra röðum. „Já, það er alveg rétt. Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Það er bannað að beita ofbeldi. Og við viljum ekki heldur að börn horfi á ofbeldi. Ofbeldismyndir eru bannaðar börnum þannig að í raun og veru er þetta ekki efni sem börn eiga að hafa fyrir augum sér.“ Margrét Júlía segir mikilvægt að þetta sé rætt í skólum og á heimilum, þarna sé fullorðinn einstaklingur að gera eitthvað sem börn eiga alls ekki að gera. Gunnar er í þeim skilningi hættuleg fyrirmynd. Rétt sé að beina sjónum þeirra að einhverju öðru. „Beina sjónum þeirra að jákvæðum fyrirmyndum og íþróttum. Því það eru jú margir aðrir að gera það gott í íþróttum og á öðrum sviðum samfélagsins. Sem eru góðar fyrirmyndir og ekkert hættulegt að hafa eftir þeirra iðju. Það er kannski bæði það að benda þeim á að þarna er fullorðinn einstaklingur að gera eitthvað sem börn eiga alls ekki að gera. Og þetta sé hættulegt, bannað að beita ofbeldi og það er líka bannað að leyfa að maður sé beittur ofbeldi. Börn eiga rétt á vernd gagnvart því. Margrét Júlía bendir á að sá skaði sem geti hlotist af slagsmálum barna sé óafturkræfur -- sem sé stóralvarlegt mál.Ætti ekki að sýna þetta þegar börn eru vakandi Nelson er sem þessi bardagakappi hættuleg fyrirmynd. „Já, það má segja það. Þetta er ekki sú fyrirmynd sem við viljum fyrir börnin okkar. Hann er auðvitað að nota einhverja tækni, ég þekki það ekki, en þetta er augljóslega ekki eitthvað sem börn eiga að leika eftir. Gott væri að finna eitthvað annað fyrir þau. Af nógu er að taka, af flottu fólki sem er að stunda eitthvað heilbrigðara.“En, er hægt að grípa til einhverra ráða... væri rétt að banna svona efni innan sextán? „Já, í raun og veru. Myndir og efni með ofbeldi er gjarnan bannað börnum og ekki sýnt þegar börn eru vakandi og það á auðvitað að gilda það sama um þetta. Þetta er ofbeldisefni. Við erum í erfiðri stöðu þegar við erum að flokka þetta sem keppnisíþrótt en við verðum að sjá þetta réttum augum þegar kemur að börnum og unglingum. Þetta er ofbeldi. Þau geta hlotið skaða og valdið öðrum skaða sem hefur afleiðingar og þarf að takast á við. Ef eitt barn veldur öðru barni skaða í svona slagsmálum hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir bæði börnin. Þetta er stóralvarlegt mál.“ Margrét Júlía vill leggja áherslu á að gagnrýnin snúi alls ekki að persónu Gunnars eða hvort sú persóna sé góð fyrirmynd, heldur sé verið að benda á að um ofbeldi sé að ræða og það sem slíkt getur ekki talist góð fyrirmynd. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins og vilja að brugðist sé við með umræðu og því að efni sem þetta sé bannað börnum.„En þetta er rússneskt blóð“ Þjóðin fylgdist stolt með þegar Gunnar Nelson lúbarði og blóðgaði Rússann Omari Akhmedov í London í MMA-bardagaíþróttinni nú um helgina. Gunnar Nelson lét olnbogana vaða ítrekað í andlit Rússans, „Það er blóð framan í Gunnari, en það er rússneskt blóð,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirssonsem lýsti bardaganum í textalýsingu á Vísi. Gunnar er sannkölluð þjóðhetja á Íslandi en ekki eru allir jafn hrifnir. „Íþróttin er sannarlega ekki fögur á að horfa og í augum leikmanns lítur hún út sem hefðbundin slagsmál á skólalóð í gegnum árin,“ skrifar Friðrika Benónýsí leiðara Fréttablaðsins í dag og víða á samfélagsmiðlum má greina áhyggjur af því að Gunnar sé stórhættuleg fyrirmynd.Börn eiga rétt á að hafa þetta ekki fyrir augum sérMargrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum deilir þeim áhyggjum; að þetta kunni að leiða til meira ofbeldis meðal barna og unglinga en þó þekkist í þeirra röðum. „Já, það er alveg rétt. Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Það er bannað að beita ofbeldi. Og við viljum ekki heldur að börn horfi á ofbeldi. Ofbeldismyndir eru bannaðar börnum þannig að í raun og veru er þetta ekki efni sem börn eiga að hafa fyrir augum sér.“ Margrét Júlía segir mikilvægt að þetta sé rætt í skólum og á heimilum, þarna sé fullorðinn einstaklingur að gera eitthvað sem börn eiga alls ekki að gera. Gunnar er í þeim skilningi hættuleg fyrirmynd. Rétt sé að beina sjónum þeirra að einhverju öðru. „Beina sjónum þeirra að jákvæðum fyrirmyndum og íþróttum. Því það eru jú margir aðrir að gera það gott í íþróttum og á öðrum sviðum samfélagsins. Sem eru góðar fyrirmyndir og ekkert hættulegt að hafa eftir þeirra iðju. Það er kannski bæði það að benda þeim á að þarna er fullorðinn einstaklingur að gera eitthvað sem börn eiga alls ekki að gera. Og þetta sé hættulegt, bannað að beita ofbeldi og það er líka bannað að leyfa að maður sé beittur ofbeldi. Börn eiga rétt á vernd gagnvart því. Margrét Júlía bendir á að sá skaði sem geti hlotist af slagsmálum barna sé óafturkræfur -- sem sé stóralvarlegt mál.Ætti ekki að sýna þetta þegar börn eru vakandi Nelson er sem þessi bardagakappi hættuleg fyrirmynd. „Já, það má segja það. Þetta er ekki sú fyrirmynd sem við viljum fyrir börnin okkar. Hann er auðvitað að nota einhverja tækni, ég þekki það ekki, en þetta er augljóslega ekki eitthvað sem börn eiga að leika eftir. Gott væri að finna eitthvað annað fyrir þau. Af nógu er að taka, af flottu fólki sem er að stunda eitthvað heilbrigðara.“En, er hægt að grípa til einhverra ráða... væri rétt að banna svona efni innan sextán? „Já, í raun og veru. Myndir og efni með ofbeldi er gjarnan bannað börnum og ekki sýnt þegar börn eru vakandi og það á auðvitað að gilda það sama um þetta. Þetta er ofbeldisefni. Við erum í erfiðri stöðu þegar við erum að flokka þetta sem keppnisíþrótt en við verðum að sjá þetta réttum augum þegar kemur að börnum og unglingum. Þetta er ofbeldi. Þau geta hlotið skaða og valdið öðrum skaða sem hefur afleiðingar og þarf að takast á við. Ef eitt barn veldur öðru barni skaða í svona slagsmálum hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir bæði börnin. Þetta er stóralvarlegt mál.“ Margrét Júlía vill leggja áherslu á að gagnrýnin snúi alls ekki að persónu Gunnars eða hvort sú persóna sé góð fyrirmynd, heldur sé verið að benda á að um ofbeldi sé að ræða og það sem slíkt getur ekki talist góð fyrirmynd.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum