Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 19:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira