Trausti Jónsson hættir að blogga vegna áreitis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 15:18 Trausti Jónsson veðurfræðingur vísir/gva „Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“ Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
„Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“
Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira