Trausti Jónsson hættir að blogga vegna áreitis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 15:18 Trausti Jónsson veðurfræðingur vísir/gva „Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“ Veður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“
Veður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira