McCain segir Obama hafa gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. mars 2014 16:33 John McCain öldungadeildarþingmaður (t.v.) og Barack Obama Bandaríkjaforseti. vísir/afp „Obama hefur látið Bandaríkin líta veiklulega út.“ Þetta er fyrirsögn greinar eftir öldungadeildarþingmanninn John McCainsem New York Times birtir í dag. McCain var frambjóðandi repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2008 og laut í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Hann segir landsmönnum hafa verið sagt það síðustu fimm ár að Bandaríkin geti haft sig minna í frammi á alþjóðavettvangi án þess að það hafi áhrif á hagsmuni þerra og gildi. „Þetta hefur gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins og það ögrar fólki eins og herra Pútín.“ Á McCain þar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en hermenn á hans vegum eru reiðubúnir til átaka á Krímskaga ef þess þykir þurfa.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afpHann segir Obama hafa látið andstæðinga Bandaríkjamanna komast upp með allt of mikið og nefnir hann Afganistan og Írak sem dæmi. „Fjárveitingar til varnarmála hafa verið minnkaðar upp á von og óvon en ekki af herkænsku. Íranir og Kínverjar hafa níðst á bandamönnum Bandaríkjamanna án afleiðinga. Og það versta af öllu, þá notaði Bashar al-Assad efnavopn í Sýrlandi, og komst upp með það.“ Hann segir framganga Pútíns á Krímskaga endurspegla minnkandi trúverðugleika Bandaríkjanna á heimsvísu. Obama verði að endurheimta hann og Krímskagi sé staðurinn til þess. McCain talar ekki fyrir hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna en leggur til umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn rússneskum ráðamönnum og vill hann að Rússland verði einangrað á alþjóðavettvangi. Þá vill hann að Bandaríkjamenn styðji enn frekar við bakið á hermönnum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Hann segir að þó Obama hafi sagt að Bandaríkin væru ekki í samkeppni við Rússland, þá líti Pútín svo á að Rússland sé í samkeppni við Bandaríkin. Þá líkir McCain valdstöðu Rússlands við bensínstöð í samanburði við Bandaríkin. „Rússar munu á endanum snúast gegn Pútín á sama hátt og af sömu ástæðum og Úkraínumenn snerust gegn Viktori Janúkovítsj. Við verðum að búa okkur undir það strax. Við verðum að sýna almenningi í Rússlandi að við styðjum við mannréttindi þeirra.“ Grein McCains má lesa í heild sinni inni á vef New York Times. Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Obama hefur látið Bandaríkin líta veiklulega út.“ Þetta er fyrirsögn greinar eftir öldungadeildarþingmanninn John McCainsem New York Times birtir í dag. McCain var frambjóðandi repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2008 og laut í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Hann segir landsmönnum hafa verið sagt það síðustu fimm ár að Bandaríkin geti haft sig minna í frammi á alþjóðavettvangi án þess að það hafi áhrif á hagsmuni þerra og gildi. „Þetta hefur gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins og það ögrar fólki eins og herra Pútín.“ Á McCain þar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en hermenn á hans vegum eru reiðubúnir til átaka á Krímskaga ef þess þykir þurfa.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afpHann segir Obama hafa látið andstæðinga Bandaríkjamanna komast upp með allt of mikið og nefnir hann Afganistan og Írak sem dæmi. „Fjárveitingar til varnarmála hafa verið minnkaðar upp á von og óvon en ekki af herkænsku. Íranir og Kínverjar hafa níðst á bandamönnum Bandaríkjamanna án afleiðinga. Og það versta af öllu, þá notaði Bashar al-Assad efnavopn í Sýrlandi, og komst upp með það.“ Hann segir framganga Pútíns á Krímskaga endurspegla minnkandi trúverðugleika Bandaríkjanna á heimsvísu. Obama verði að endurheimta hann og Krímskagi sé staðurinn til þess. McCain talar ekki fyrir hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna en leggur til umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn rússneskum ráðamönnum og vill hann að Rússland verði einangrað á alþjóðavettvangi. Þá vill hann að Bandaríkjamenn styðji enn frekar við bakið á hermönnum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Hann segir að þó Obama hafi sagt að Bandaríkin væru ekki í samkeppni við Rússland, þá líti Pútín svo á að Rússland sé í samkeppni við Bandaríkin. Þá líkir McCain valdstöðu Rússlands við bensínstöð í samanburði við Bandaríkin. „Rússar munu á endanum snúast gegn Pútín á sama hátt og af sömu ástæðum og Úkraínumenn snerust gegn Viktori Janúkovítsj. Við verðum að búa okkur undir það strax. Við verðum að sýna almenningi í Rússlandi að við styðjum við mannréttindi þeirra.“ Grein McCains má lesa í heild sinni inni á vef New York Times.
Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00
Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59
Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14
John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25
Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29