NBA: Ekkert lát á sigurgöngum Spurs og Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2014 07:15 Blake Griffin og Chris Paul. Vísir/AP Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira